Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 50
272 Inga L. Lárusdóttir: iðunn komið 1000 km. veg innan frá Ontario-vatni, með einna 75 metra fallhæð, ein stærsta skipgenga á heimsins. Nú grófu allir upp stóla sína, þetta voru síðustu forvöð að nota þá. Brátt tók þoka að rjúka upp úr fljótinu, hún tók rétt í miðjar hlíðar, en var svo þétt hið neðra að eigi var viðlit að halda áfram á jafn-fjölfarinni leið. Hún raskaði áætlunum okkar. I stað þess að sigla upp til Montreal var ákveðið að taka járnbraut. Skipuðu konur í Montreal svo fyrir, þær áttu að taka móti okkur og höfðu mikinn viðbúnað. Quebec er fyrsti bærinn, sem allir, er þessa leið fara, koma til. Stendur hann nokkru ofar en fjörður og fljót mætast. Eiga fáir, eða engir bæir í Canada jafnmikla sögu og hann. Hér er elsta landnámið, sé landnám Þor- finns Karlsefnis eigi talið með. Fyrstu landnemarnir voru Frakkar; er talið þeir setjist þar að um 1600. 1608 hefst bygging Quebec, var bærinn aðalvígi Frakka og miðstöð verslunar þeirra við frumbyggja landsins, Indíána. Hing- að var mörg auðæfi að sækja, einkum grávöru. Vildu Englendingar því sitja að þeirri krás líka, og stofnuðu hið alkunna Hudsonflóa-félag, er hafði bækistöð nokkru norðar. Urðu sífeldar skærur með Englendingum og Frökkum, uns Englendingar báru hærra hlut. Arið 1763 er yfirráðum Frakka lokið. Héröðin öll, á austurströnd Canada bera miklar menj- ar Frakka. Frönsk tunga er töluð jafnhliða enskri. Skólar eru á báðum málum. Blöðin jöfnum höndum frönsk og ensk. Byggingarlagið að miklu leyti frakkneskt. Er talið að 80°/o íbúa Quebec-fylkis séu af frönsku bergi brotnir. Þjóðstofninn er hraustur og þróttmikill. Heima fyrir eiga Frakkar við að stríða seindrepandi fólksfækkun, vegna þess hve fæðingum fækkar. Ibúum hins franska Canada fjölgar ört, og er þó lítill innflutningur. Fransk-canadiskir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.