Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 52
274 Inga L. Lárusdóttir: IÐUNN snotur hús úr tré; úti á svölunum fyrir framan húsin sat heimilisfólkið og naut helgidagshvíldarinnar. Lestin brun- ar áfram með amerískum hraða, en samt náum við ekki til Montreal fyr en kl. nærri 12 um kvöldið. Þar biðu húsráðendur á brautarstöðinni og ók hver heim til síns náttstaðar. Montreal er mesta verslunar- og iðnaðarborg í Canada, landið umhverfis er auðugt skógar og er hér iðnaður mikill. íbúar 3/4 miljónar. Háskóli er hér með um 3000 stúdentum. En meira ber hér á viðskifta- en mentalífinu. Dvölin í Montreal var svo stutt að eigi gat eg sagt að eg sæi neitt af bænum nema hið »konung!ega fjall«, — Mount Royal — sem bærinn ber nafn af. Það gnæfði andspænis gluggunum á herbergi mínu. Þar uppi er útsjón víð, og þar eru helstu byggingar og skemti- staðir borgarinnar. Ottava liggur eigi langt frá Montreal og var þangað komið um hádegisbil næsta dag. Nú fór samferðafólkinu að fjölga. Enska, frakkneska, þýska, hollenska, slafnesk- ar tungur og Norðurlandamál blandast saman í einn graut. Þessar konur komu til Montreal með skipum frá frönskum höfnum. Og nú gefst okkur færi á að heilsa formanni I. C. W. lávarðsfrú Ishbel Aberdeen, sem ásamt manni sínum og flestum stjórnendum I. C. W. hafði komið til Montreal nokkru á undan okkur. Eg verð að vera stuttorð um viðtökurnar í Ottawa. Þær voru ágætar. Hádegisverður, er kvennaráðið bauð til, í veitingahúsinu Chateau Lauie’er, ökuför um bæinn og umhverfi hans og teboð í höll landsstjórans, var prógram fyrri hluta dagsins. í Ottawa bættust 20 norskar konur í hópinn, og það kvað að þeim. Þær höfðu lent í Halifax, eftir afar vonda ferð. Það er hressandi fyrir íslendinga að hitta Norð- menn. »Vi er frænder, vi« sögðu þær. Og »det var en

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.