Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 53
IÐUNN Brot úr ferðasögu. 275 skam al Island nogensinde kom bort fra Norge«. Við því er ekki öðru að svara en að segja ógn-kurteis- lega, að líklega hafi samt farið best sem fór, einmitt vegna skyldleikans og ætternisins. En sannarlega gat Noregur verið hreykinn af sínum 20 fulltrúum, sem komnar voru í tvöföldum erindagerðum; að sitja fund I. C. W. og mæta á 100 ára afmælishátíð norsku bygðar- innar í Vesturheimi, sem líklega var aðalerindið. Ottawa er lítill bær — en liggur dásamlega fallega, umkringdur af rennandi vatni. Hér falla tvær ár, Ottawa og Rideau í St. Lawrencefljótið og liggur bærinn á ás- um milli ánna. íbúar eru um 100,000. Bærinn er að- setur Canadastjórnar og þingsins. Setja stjórnarbygging- arnar, en þó einkum þinghúsið svip á bæinn. Gnæfa þæryfir á stjórnarhæðinni — Goverment-Hill. — Þinghús- ið er vegleg smíði, nýrisið úr rústum eftir brunann 1914. Byggingarlagið er enskt, í því er alvara og festa. Þótt eg sé komin í annan heimshluta, er eg enn í ensku landi. Láttu þér aldrei verða það á að nefna Canada- búa Ameríkumenn, eða Canada Ameríku. Það er móðg- un. »We are not Americans, we are Canadians*, segja þeir og telja sér það til gildis, hvort heldur þeir eru English- Scottch- eða French-Canadians. Um kvöldið hélt forsætisráðherra Canada, Mr. Mac- kenzie King, og ráðuneytið miðdegisboð fyrir erlendu gestina og kvennaráð Ottawa í hinum skrautlegu sölum í neðstu hæð þinghússins. Það sem sérstaklega gerði viðtökurnar hér og hvervetna annarstaðar í Canada svo minnistæðar er, að nú gafst Canadabúum tækifæri — líklega síðasta tækifæri, að votta Lord og Lady Aber- deen ást sína og þakklátsemi. Þau hjón voru þeim að góðu kunn frá því er Lord Aberdeen var landstjóri í Canada. Kona hans stóð þar við hlið honum, fram-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.