Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 55
IÐUNN Brol úr feröasögu. 277 vera komnar heim. En svo gefur grísk kona sig fram í tal þeirra og hún segir hið sama. Þegar sunnar dregur rennur lestin meðfram Ontaríovatninu. Það er breitt eins og úthaf og sér eigi til hinnar strandarinnar. Við norður- bakka vatnsins liggur bærinn, móti sólu. Og aðaláhrifin af Toronto er sólskin, sólskin bæði úti og inni. Eg man ekki til að hafa komið í nokkra borg, sem jafnast á við Toronto að því, hve öllum virðist líða þar vel. Hús- in, hvort meira eða minna var í þau borið, fyrir eina fjölskyldu. Garðar umhverfis og landrými nóg. Verslun- argötur bæjarins hafa á sér stórborgarsnið, með ame- ríkskum ljósaauglýsingum, en þeim er haldið út af fyrir sig — »down-town«. Toronto er aðal-háskólabær Canada. Stúdentar 6000. Byggingar háskólans ná yfir stórt svæði og eru grasfletir á milli. Ungir menn, léttklæddir, að leikjum hvervetna á grasflötunum. Setur háskólinn mjög svip á bæinn. Höfn Toronto er mikið mannvirki, gert á landauka út í vatnið. Suðurundan liggur vatnið rennislétt og sólu roð- ið. Meðfram eru breiðir vegir og svo er þar skemti- staðurinn »Sunnyside«. Bæjarstjórn og hafnarnefnd bauð til hádegisverðar úti við höfnina. Veitingar voru ekki margbreyttar. Hvergi þar sem eg kom var óhóf í mat. Menn koma áreiðanlega ekki saman til þess fyrst og fremst að borða. En stemningin var ógleymanleg, þótt eigi væri vín á borðum, þar frekar en annarsstaðar. í Toronto dvaldi eg fram undir tvo sólarhringa. Eg fann það, að því meir sem eg kyntist Canadabúum, þess meir þótti mér til þeirra koma. Og þetta geðfelda í fari þeirra fann eg ekki eins glögt hjá þeim fyrir sunnan línuna. Stafar það líklega af því, að þar gafst mér eigi jafn gott færi til að kynnast fólki. Canada byggir ung þjóð, sjálfstæð og með sérstaka skapgerð, er landið hefir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.