Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Síða 61
IÐUNN
Brot úr ferðasögu.
283
lag eitt stórt nefnist The Pan-American Union. Er það
samband allra ríkja Suður- og Mið-Ameríku ásamt
Bandaríkjunum. Þetta félag á geysi-skrautlega höll með
mörgum og stórum sölum. Eitt kvöld hafði það boð
inni fyrir gestina. Þá höfðu sendiherrar allra ríkja boð
fyrir fulltrúa sinnar þjóðar. Víð Islendingarnir nutum
það kvöld gestrisni sendiherra Dana í Washington,
ásamt dönsku fulltrúunum. Sendiherra Norðmanna bauð
öllum Skandínövum heim. Mr. Herbert Hoover og frú
hans, miðstöð Rauða krossins og ýmsir klúbbar —
clubs — sem enski heimurinn er svo auðugur af —
höfðu einnig boð fyrir okkur.
Þá hafði eg talsvert gott tækifæri að heyra ame-
ríska sönglist. En ekki get eg sagt að neitt af því tagi,
er eg heyrði, hrifi mig. Það besta, sem eg heyrði af
því tagi, var gamli Grieg, sem mjög er mikils metinn
þar vestra. En eitt er aðdáunarvert þar og hygg eg að
engin þjóð leiki eftir, hvernig Ameríkumenn búa út, það
sem við köllum »skrautsýningar«. Afskaplega stórfeng-
legur þegjandi leikur var sýndur. Efni hans var að sýna
andstæður friðar ^g styrjaldar. Leiksviðið var stórt og
þátttakendur geysimargir. En það áhrifamesta við sýn-
inguna var, hvernig leikið var með ljós í öllum lituni og
litbrigðum. Mig hafði skort ímyndunarafl til að hugsa
mér það, og eg hefi engin orð til, er geti lýst því. Oft-
ar en í þetta sinn höfðum við ástæðu til að dást að
þessari sérstöku Amerísku list.
Bandaríkin byggja, auk hvítra manna af öllum þjóð-
flokkum, hinir fornu frumbyggjar landsins, Indíánar, er
nú eru orðnir fáir og smáir, og einangraðir í svoköll-
uðum »reserves«, og svertingjar, afkomendur þrælanna,
er á þrælasölutímunum voru fluttir til landsins frá Af-
ríku. Svertingjarnir eru fjölmennir orðnir, svo fjölmennir.