Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 65
IÐUNN Brot úr feröasögu. 287 veita þó samband Norður- og Suðurríkjanna, og var því vaxinn að koma fram ásetningi sínum. Mount Vernon. Við siglum eftir ánni Patomac. Hinu megin við hana gnæfa loftskeytastengurnar í Arlington hátt í loft. Sterkasta loftskeytastöð heimsins. Er lengra dregur verður landslagið smáhæðótt. Á einni hæðinni blasir við lágt hvítt hús. Þangað er stefnt. Þetta er Mounl Vernon, búgarður George Washingtons. Staður- inn er þjóðareign, og hér stendur alt með ummerkjum. Lágu, rúmgóðu stofurnar geyma húsgögnin hans, og uppi á loftinu er herbergið sem hann dó í. Utanhúss- byggingar standa allar með sama sniði og er hann bjó hér, gamla uxakerran og þunglamalegi vefstólllnn eru með kyrrum kjörum. Spölkorn frá húsinu er gröf Wash- ingtons og konu hans. Niður að ánni teygja sig grænar brekkur og í fjarska sést borgin. Hér er alt hreint og óflekkað. Sá, sem hingað kemur, finnur, að andi göfugs manns svífur hér yfir vötnunum. Arlington. I Arlington er þjóðargrafreitur Dandaríkj- anna. Undir mjúkri grasábreiðu hvíla þar í óendanlega löngum röðum, hinir frægusfu synir þjóðarinnar er lífið létu í styrjöldinni miklu. Litlar hvítar marmaratöflur eru einu vegsumerkin. Þær eru margar — hryllilega margar. Hér er gröf hins óþekta hermanns. 2. sunnudagur í maímánuði ár hvert er helgaður stríðsmæðrunum — War-Mothers day. — Eru sérstakar guðsþjónustur í öllum kirkjum, en aðal athöfnin fer fram úti í Arlington. Sú athöfn er víst gerð til þess að vera einskonar sárabætur fyrir sonalausu mæðurnar. En ham- ingjan má vita hvort hún er ekki eitthvað annað. Hern- aðarbragurinn var augljós. Það eru æðstu menn hers og flota, er hér leggja mest til. Aðalræðumaðurinn víð- frægði hetjudauðann á vígvellinum, og fórnfýsi mæðr-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.