Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 67
IÐUNN Einar Þorkelsson: Mera-Grímur. 289 sagl verið satt, að auðveldara væri og meðfærilegra í allri embættisbókfærslu, að skrifa Grímur heldur en Arngrímur. Því gerði hann sér það að venju. Af þessu leiddi svo það, að í manntalsþingabók sýslumannsins og á þinggjaldsseðlunum stóð æfinlega Grímur Hallsson, en ekki Arngrímur Hallsson. En nafn Gríms fekk ekki að halda sér viðskeytis- laust í munni manna lengur en rúmlega fram um ferm- ingaraldur hans. Hann hafði verið bráðþroska að líkamsvexti. Því varð hann snemma brautargengur til almennra starfa. For- eldrar hans höfðu verið barnmörg og févana, og var hann elstur barna þeirra. Það varð því úr, að hann vist- aðist til vandalausra sextán vetra gamall. Þá varð hann vinnumaður hjá presti einum, nafnkunn- um hestamanni, er alla æfi átti snillihesta, svo við var brugðið. Frá presti fór Grímur ekki vistferlum fyr en um miðjan þrítugsaldurinn. Hvort Grímur hafi í upphafi haft í sér reiðmanns- hæfileikann eða hæfileiki sá hafi svo sem tamist í hann hjá presti, verður ekki með vissu vitað, þótt líklegt sé, að hestamenskan hafi verið honum meðfædd. Hitt er okk- ur, sem mundum hann um nokkuð langt skeið, fullljóst, að hann var frábær reiðmaður. Hann var alla æfi vak- inn og sofinn í því, að fást við hesta, prýða látbragð þeirra og fótaburð og auka þar snild á snilli ofan, væri þess nokkur kostur. Því var viðbrugðið hvílíkir skeið- gammar hestar yrðu hjá honum. Og það var einróma álit manna, að varla væri svo ódæll foli og illvígur við að fást, ef hann annars væri gæddur sæmilegum vilja og burðum, að Grímur gæti ekki gert úr honum góðan hest í einhverri mynd. Það hefir sjálfsagt verið að þakka eða kenna þessum Iöunn IX. 19

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.