Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Síða 68
290
Einár Þorlrelsson:
ÍÐUNN
hæfileika Gríms, að menn skeyttu ,mera‘ framan við
nafn hans, þegar hann var á vist með presti, og kölluðu
hann Mera-Grím. Og þetta nafn varð honum svo fylg>'
samt, að varla mátti ætla sér, að nefna hann öðru nafni
í sveit hans, svo þegar yrði skilið við hvern átt væri.
Það var og reynt, að menn áttuðu sig illa á því væri
nefndur Grímur Hallsson. Og margreynt þótti það vera,
að menn komu því með engu móti fyrir sig við hvern
átt væri, ef nefndur var Arngrímur Hallsson.
Mera-Grímur var maður vænn vexti, herðamikill, búk-
þykkur og holdsæll. Hann var hærður manna best og
var hárið rauðbleikt og mikið, og skeggið, sem var rót-
vítt og tók í bringu, bar sama lit og þó mun dekkra. í
andliti var hann vel á sig kominn. Ennið mikið og á
hofmannavik, augun skær og föst, brúnirnar svipmiklar
og nokkuð skúfhærðar, nefið allstórt, beint og fór vel.
Andans atgervi hans var sú, að hann var maður
greinagóður og minnugur. Kunni frá mörgu að segja
og var sannorður og þó spaugyrtur. En aldrei gátu
menn hlustað með jafn óskiftri athygli á hann sem þá,
er hann sagði frá snilli góðhesta. Áhugann, orðhepnina
og hóf í orðmergðinni virtist hann þá hafa svo á valdi
sínu, að varla yrði framar á kosið. Það fór líka saman,
að menn hlustuðu oft hugstola á þessar sögur hans og
hitt, að þær lifðu á tungu manna.
Mera-Grímur var greiðamaður og góðvildar og þess
naut hann hjá sveitungum sínum, því fyrir gat komið,
að hann þyrfti að fara með nokkur nauðleitarerindi
til þeirra.
Litli-Hnúkur hét ábýli hans. Það var slægnakot sæmi-
legt, en lítið var um beitarsnöp þar á vetrum. Það kom
sér ekki heldur illa. Grímur var því frábitinn, að nudda
við að beita kindum að veturlagi. Hann vildi gefa öllu