Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 77
IÐUNN Mera-Grímur. 299 henni. En hún hefir líklega ekki numið mál okkar; setti út í og fór á rogbullandi sund þegar í stað. Þá bar alt að í senn. Hestinum, sem konan reið, fataðist eitthvað sundið og við það misti hún hans. Eg hleypti frá lestinni á folanum. í þeim svifunum sá eg, að Mera-Grímur kom ofan með víkinni á Stóru-Gránu. Hann kom þegar auga á nauð konunnar og kallaði til mín: — Láttu mig um þetta, Össur. Eg hefi gripinn meiri. Hann hefir séð, að eg sat á folanum, en ekki Bleik. í sömu svipan greip hann ístöðin, kastaði þeim yfir makkann, framan við hnakkhnúguna, og fleygði keðj- unni af króknum, blakaði Gránu sína, svo varla mundi hafa orkað tvímælis — ekki þessu vant — og stökti henni út í víkina. Þar var nokkuð hár bakki og yfir hann flætt, er Grána skautst fram af. Hún kafði býsna djúpt í fyrstu og gat Mera-Grímur ekki hafa vaðið grynnra en vel undir hendur. En Grána hóf sig þegar svo, að ekki mun hafa flotið öllu ofar en um miðjar síður. Og — svo skifti engum togum. Konunni skaut upp. Mera-Grímur rendi Gránu sinni að henni og fekk gripið vinstri hendinni í hálsmál henn- ar, við hnakkann, en hægri höndin hafði taumtakið. Svo vék hann Gránu við — til lands. En það hygg eg, að flestum hefði orðið ofraun. Til þess þurfti, að mínu viti, ókorpna karlmensku og hugdirfð þess manns, er óskelfdur býður dauðanum fangbrögð. Eg fæ það ekki dulið, að þá greip mig geigur. Þeg- ar Stóra-Grána kendi öll þyngslin, kafði hún miklum mun meira en áður. Eg hélt, að þá gæti verið úti um

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.