Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Side 78
300 Einar ÞorUelsson: IÐUNN þau öll, konuna, manninn og hrossið — öll væru þau að drukna. En Stóra-Grána hóf sig aftur nokkuð og svam til lands. Það hrein við blástur hennar og ekki sá eg þá annað upp úr af henni en eyrun, augun og nasirnar, flæstar og rauðar. Mera-Grímur reyndist svo handfastur að frá bar. Og Grána nam fótfestu. Þá hrópaði Grímur með þeim rómi, er duldi ekki, að hann skipaði: — Komdu Össur! Láttu stúlkuna fyrir framan mig. Sigurður skal kasta hnakknum þínum á hann Bleik og svo kemurðu með mér. Þessu var hlýtt ummælalaust. En — konan var meðvitundarlaus. — Svo fórum við heim í kauptúnið. En Sigurður tók af mér lestina, og folinn, sem eg hafði riðið, elti hana. Mér fær varla úr minni hvarflað, hve Stóra-Grána tölti með þau bæði, Mera-Grím og konuna, djarft og dúnmjúkt og hve höfuðburður hennar var þá höfðing- Iegur. Það var sem mér flygi í hug, að hún væri sér þess meðvitandi, að hafa þá bjargað lífi tveggja manna í senn. Svo virtist mér hún glöð. Ætli konan sé liðin? spurði eg. — Nei. Hún lifnar, ef lánið er með, svaraði Mera- Grímur. En lofaður sé skaparinn að eg tók nógu fljótt eftir þessu og — að mér brást ekki handtakið........... Annað hross en Gránu mína veit eg ekki, er þessu hefði orkað. — — Læknir er ekki í Vogi, eins og þú veitst. Við flýð- um því með konuna til Þórhildar gömlu ljósmóður, sem kunnugt er um, að vera góðviljuð og gæfudrjúg. Aldrei leit eg Mera-Grím meiri yfir sig né bragðbjart- ari en þegar hann lét konuna á bekkinn hjá Þórhildi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.