Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1925, Page 79
ÍÐUNN Mera-Grímur. 301 Og mér er enn sem eg sjái augu hans þá, sigurglöð- og viknandi. — Alt tókst hamingjusamlega um lífgunina. En tryggara þótti Þórhildi, að láta konuna liggja tvo daga rúmfasta. Hún hugði hana fara ekki eina. Mera-Grímur var hrestur, eftir því sem föng voru á. En ekki vildi hann fara í þur föt. Og erindi sín rak hann eins og ekki hefði í orðið. Hann hafði komið berhöfðaður frá björgunarstarfinu. Því var honum bætt nýtt á höfuðið. — Húfan hefir kann ske skolast af þér, gamli Grímur, í kalda baðinu, mælti sá, sem afgreiddi, nokkuð borg- inmannlega, þegar hann fekk Mera-Grími höfuðfatið. — Ó-nei, pilttetur, svaraði Grímur og sá til afgreiðslu- mannsins með heldur takmarkaðri virðingu. Hefði himna- föðurnum þóknast að kveðja mig nú til sinna náða, ætl- aði eg ekki að koma fyrir dómstól hans með húfudillu á höfðinu. Og þegar eg hrökti Gránu minni út í og fal mig og hana honum, fleygði eg dillunni minni, en hún mun hafa lent í Voginn. Ekki þykir mér ólíklegt, að búðarlokunni hafi sýnst sem þá væri Mera-Grímur vonum framar aðsópsmikill og ókjörinn til að hlýða fleipri. Hann lét líka sjatna hjalið um kalda baðið. Við bjuggumst síðan til brottfarar. Eg kom í tösku mína konjaksflösku og séð var fyrir því, að vasafleygur Mera-Gríms væri ekki tómur. Ekki höfðum við lengi farið, er eg tók eftir því, að nokkur ónot setti að honum. Eg hýrgaði hann þá svo sem hann vildi. Að Garði komum við og þar kaus hann sér flóaða mjólk og út í hana. Við það sýndist ónotin réna hjá honum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.