Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 52
294
Eiríkur Magnússon:
IDUNN
þar á hún að varðveita það. Þar finnur hún sjálfa sig
og köllun sína, hjá gömlu fjöllunum, sem »standa föstum
fótum í fortíðinni«. Þar lifir hún »samþætt himni og jörð,
er eitt með þeim, eitt með þessu víðfeðma og rótfasta*.
Sem landnemar komu Islendingar hingað fyrst, leit-
andi lands og lífs, er þeir voru staddir í hraðfleygi
þeirrar aldar, er þá gekk yfir Norðurlönd. Þeir glötuð-
ust ekki, þeir björguðu frelsi sínu og urðu merkasta
þjóð síns kynþáttar. Hjölfarið í Atlantshafinu var langi,
langi götuslóðinn inn í ónumda landið."
Alt frá víkingaöldinni hafa aldrei komið jafn miklir
umbreytingatímar og nú. Aftur er Islendingum hætta
búin. Þá tóku þeir sig upp og fluttu burt frá öllum
kúgunarvöldum og gerðust landnemar. Það er og líka
bjargráð nú. Að feta langa, langa götuslóðann, — ekki
upp til fjalla og óbyggða, eða yfir úthafsöldurnar. Nei,
út á tún og út fyrir tún, götuslóða yrkjandans. Vrkja
móana, holtin, mýrarnar, nema sitt eigið land. Nemið
land og yrkið! er hrópað til þjóðarinnar hvervetna að.
Það hafa skáldin hennar sagt og sungið alt frá dögum
Rousseau. Það hrópar landið sjálft, sem hefir beðið
óræktað meir en þúsund ár. Það hrópar hennar eigið
eðli. Hún hefir hlotið köllun landnemans að vöggugjöf.
Hún þarf að heimta aftur heim börnin sín, sem hafa
látið afvegaleiðast, heim í arma ræktaðrar sveitar, þar
sem nóg er svigrúm fyrir alla. Nemið land og yrkið!
Það er lausnarorð íslensku þjóðarinnar nú, á einum þeim
hættulegustu tímum, er hún hefir lifað — og hefir hún
þó oft siglt krappan sjó. Ferill yrkjandi landnemans er
leiðin af refilstigum og reginhafi til Fiðureyjanna. Þang-
að vill íslenska þjóðin ná. Hún vill lifa því lífi, að landið
hennar verði ein af Fiðureyjunum, þar sem starf og
hvíld haldast í hendur. Island menningarleysis og rán-