Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 55
IÐUNN
Rauða rúmiö.
297
þetta var smáþorp, svo lítið að engin var járnbrautar-
stöðin, heldur hafði lestin staðnæmst við fjalapall. Svo
dró ég frá ljósinu, dró neðanmálssögu úr íslenzku Vest-
urheimsblöðunum upp úr töskunni — ég held að það
hafi verið »Námar SaIómons«, sem einhvern veginn
höfðu slæðst í nestið mitt, — og fór að lesa. Þegar
lestin var lögð af stað affur var klefahurðinni hrundið
upp, og inn kom meðalmaður, gráhærður, og slengdi
tösku í netið, og settist í hornið andspænis mér. Mér
varð starsýnt á hann, svo var hann einkennilega tígu-
legur í öllum hreyfingum og yfirbragði, þó ófríður væri.
Loks leit ég af manninum, og fór að gefa mig að bók-
inni, en varð þess þá var að hann virti mig, en þó að-
allega bókina, sem ég var að lesa, fyrir sér. Svo yrti
hann á mig.
»Eg sé að þér, herra minn, rnunuð kunna fornnor-
rænu«, sagði hann á ensku, og benti á bókina.
»Eiginlega er það nú nýíslenzka«, svaraði ég hálf-
brosandi, því mér duttu í hug allar þær ódæma skamm-
ir, sem þeir háfleygu hér heima hafa látið dynja á mál-
færi þeirra bóka.
»Það er fágætt að hitta menn, sem leggja rækt við
það mál«, hélt karl áfram.
»Það er að vísu satt, en það er ekki að furða þó ég
lesi það, því ég er íslendingur«, anzaði ég.
Gamli maðurinn spratt upp, ljómandi af gleði, og rétti
mér kviklega höndina.
»Það er alveg ágætt, ég er líka íslendingur, en það
er nú orðið langt, eitthvað tuttugu ár, síðan ég síðast
sá og talaði við landa; ég heiti Eyvindur Jónsson*,
sagði hann á hreinni íslenzku.
Og svo fór hann að segja mér af sjálfum sér og
ferðurn sínum, og hann talað stanzlaust, en ég þagði,