Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 44
286
Eiríkur Magnússon
IÐUNN
markað. Þetta er óviðjafnanlegt. Hlustaðu á mig, Sivert!
Verið þið ánægð! Þið hafið alt til að lifa af, alt til að
lifa fyrir, alt til að trúa á. Þið fæðist og framleiðið, þið
eruð nytsöm á jörðinni. Það eru ekki allir, en þið eruð
það; þið berið lífi uppi. Frá kynslóð til kynslóðar hafið
þið varið lífinu til þess eins, að yrkja. Þegar þið deyið>
heldur yrkjunin áfram. Þetta er það, sem gjörvalt lífið
stefnir að. En hvað hljótið þið að launum? Réttindi og
völd. Líf í samræmi og einlægri aðstöðu til alls. Hvað
hljótið þið enn að launum? Ekkert ónáðar ykkur eða
undirokar á Sellanraa. Þið lifið i friðsælu og sjálfs-ör-
yggi. Hin djúpa vinsemd vefur ykkur örmum. Þið hvílið
við móðurbrjóst og leikið að hlýrri móðurhönd«.
Vrkjandi líf í eining með víðfeðmu lífi náttúrunnar er
takmarkið. Þar er fylling lífsins.
Fyrsta gleðin á jörðu hér var sköpunargleðin. Hún er
og æðsta gleðin.
Sig. Guðmundssyni skólameistara farast þannig orð
um yrkjunina: >Vrk þú, segir reynsla vor, miklir spek-
ingar, gjörvalt eðli vort, andlegt og líkamlegt. Vrk þú,
býður þjóðfélag og ríki. Fara hér dásamlega saman
þroska- og gjafaþörf sjálfra vor og þarfir bágstadds
mannfélags, er einkis þarfnast meir en yrkjandi afla. Vrk
þú, er boðorð náttúrunnar, sem sjálf yrkir endalaust
undur og æfintýr lífs og heljar, smæðstu smæðir og
sólnanna sólir«.
Vrkjunin er boðorð lífsins, lífsins í okkar eigin barmi
og lífsins í náttúrunni. Að yrkja er að vera í samvinnu
við lífið, verða því samferða. Þeir sem yrkja eru »nyt-
samir á jörðinni*, eins og Hamsun kemst að orði. Þeir
lifa lífinu í einlægri aðstöðu til alls, þeir hvíla við móð-
urbrjóstið. Af yrkjandi orku á þjóðfélag framtíðarinnar
að rísa. Isak er hinn yrkjandi maður, og þeir sem feta