Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 78
320
Ritsjá.
IDUNN
Stíll höfundar er ramíslenskur og fágæta þróttmikill og svjp-
mikill. Er ósvikin unun að lestri bókarinnar aöeins vegna stílsins,
en þó rithátturinn eigi þessa tvímælalausu kosti, er höfuðgildi bók-
arinnar samt fólgið í samúð höfundar með „ferfætlingunum" og
næmum skilningi á sálarlffi þeirra.
Til þess að segja ve! sögur, þarf sögumaður að eiga ást á
efni og lotningu — eða fyrirlitningu — fyrir söguhetjunum. Astina
og lotninguna vantar ekki. Hvorttveggja þetta á þessi sögumaður í
ríkum mæli. Vandi er að benda á nokkra söguna sérstaklega, því
að þær eru svo jafngóðar. En engin sagan hreif mig eins og
„Gyrðir". Vfir þeirri sögu allri hvílir svo mikil „aristokratisk"
göfgi, að hún hlýtur að verða minnisstæð.
Bókina prýða ágætar myndir, dregnar af Ríkarði Jónssyni.
Hafi höfundur þökk fyrir fágæta frásögn og skilning og samúð
með málleysingjunum.
Kaupfélag Eyfírðinga. 1886 1926
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefir gefið út þetta minningarrit á
40 ára afmæli félagsins. Fól hún Jónasi Þorbergssyni ritstjóra að
semja ritið. Kveðst hann hafa „leitast við að haga þannig verk-
um, að um Ieið og ritið yrði óyggjandi, sannsöguleg heimild um
uppruna, starfsemi og þróun Kaupfélags Eyfirðinga, fengist í því
nokkurt yfirlit um viðskiftaástandið í landinu, áður en verslunar-
samtök bænda hófust og um þróun þessarar félagsmálagreinar, alt
frá fyrstu viðleilni til samtaka og fram á þennan dag“.
Eigi verður annað séð en höfundur hafi Ieyst þetta verkefni vel
af hendi. Minningarrit þetta er prýðilega skrifað, -— eins og Jón-
asar var von og vísa, — skipulegt og glögt. Ekkert hefir heldur
verið sparað til þess að ytri frágangur ritsins væri hinn glæsilegasti.
Það hefir verið að sannast í þessi 40 ár á Kaupfélagi Eyfirðinga
að „mjór er mikils vísir“. Það hefst sem umkomulítil félagstilraun,
en þegar horft er um öxl eftir 40 ár má með fullum sanni segja,
að starfsemi félagsins sé merkilegasti þáftur í sögu Eyfirðinga. Og
Kaupfélag Eyfirðinga varpar Ijóma á samvinnufélagshreyfinguna í
landinu öllu, bæði vegna þess fordæmis sem félagið hefir skapað
með heilbrigðri félagshyggju og hugsjónatrygð, svo og vegna þess,
að frá Kaupfélagi Eyfirðinga kom sá maður — og gekk í þjón-
ustu samvinnufélagshreyfingarinnar í þágu landsins alls — er glæsi-
legastur hefir verið á því sviði. Eivíkuv Albevtsson.