Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 41
IÐUNN
Gróður jarðar
283
borði lífsins. En perlurnar í djúpinu fá að liggja óhreyfð-
ar. Fyrsta skilyrðið til að geta áttað sig og hafist handa,
er að komast út úr öldurótinu.
Við munum eftir að Isak kom neðan úr byggðinni og
hélt upp til fjalla. Þarna er líking falin. Hann er ein-
mitt að flýja öldurótið, leita lífsins í einveru og næði og
þrotlausu, einbeittu starfi. Við höfum séð að nokkru
leyti hvernig honum tókst það. Hann er ekki aðeins
orðinn auðugur óðalsbóndi og fullkominn höfðingi, held-
ur hefir hann einnig bjargað því, sem mest er um vert,
bjargað hinu besta í cíðli sínu frá glötun, inn á land
friðsælu og fullnægiu. Hann hefir leitað hamingjunnar
og fundið. Hann hefir leitað hennar með höndina á
plógnum, en ekki með teninginn í hendinni. Hann hefir
gengið vaxtarmegin í lífinu, en aldrei heimtað hlut sinn
án endurgjalds. Hann hefir gefið krafta sína, jörðin
ávexti sína. »Maður og náttúra veita hvort öðru fullkom-
in réttindi*, segir á einum stað. Hér er ekki hið mikla
boðorð brotið: Starfaðu í samræmi við lífið og upp-
skeran mun ekki bregðast. Öllu því, sem heldur sig á
hinum frjóvu og Hfrænu sviðum tilverunnar og brýtur
ekki í bága við lífslögin, er borgið. Að því hlúir nátt-
úran sjálf og leggur það að hjarta sér, ekki síður en
hún eyðir hinu, sem veður á bæxlunum utan við lög
og rétt.
»Maður, endurborinn frá fortíðinni, sem vísar framtíð-
inni leið«. Hér er einmitt verið að vísa framtíðinni leið,
burt frá hergöngunni gegn lífinu. Mannkynið á að ganga
óglögga, langa götuslóðann »yfir mýrarnar og inn í skóg-
ana«. Það er leiðin til hinnar margþráðu hamingju. I
óbrotnu, veitandi starfi landnemans, sem ræktar hlífðar-
laust land og lund, finnur mannkynið sjálft sig. Sálin
druknar þar ekki í flaumi yfirborðsmensku, heldur þrosk-