Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 47
IÐUNN
Gróður jarðar.
289
hvíldin að afloknu sköpunarverki — starfshvíldin. Hún
er og æðsta hvíldin.
Flestir kannast við söguna af Fiðurhólmunum. Það
voru einkennilegir hólmar. Aldrei var auðið að finna
þá í ys og hávaða dagsins, því »þegar haninn galar,
síga þeir í allri sinni dýrð niður í hafið. En á hverju
kveldi, þegar skuggarnir lengjast og stjörnurnar tindra
á himninum, rísa þessir leyndardómar hafsins aftur úr
skauti þess«. Það var undur fagurt og unaðssælt á Fið-
urhólmunum, »þar blása engir stormar og öldurnar
ókyrrast aldrei, og þar flögrar aldrei einmana már yfir
brimlöðrinu. Ljúfur friður hvílir yfir öllu. Vindarnir hvíla
og öldurnar sofa, fuglarnir syngja lágt og blítt, og tungls-
ljósið, skínandi bjart eins og gull, leikur um blómin og
trén, sem teiga döggina í kveldblænum*. Margir leita
Fiðurhólmanna, þar er svo gott að vera. En flestir finna
þá aldrei. Þótt þeir eygi þá rétt í svip, kasta öldurnar
fleyi þeirra til og frá, og fyr en varir hverfa þeir sjón-
um þeirra djúpt, djúpt niður í hafið. Vegurinn til hólm-
anna liggur aðeins eftir þremur leiðum: »farvegur vinn-
unnar, fjörður heilsunnar og höfn góðrar samvisku«. Eftir
öðrum leiðum en þessum verða þeir aldrei fundnir; því
sigla svo margir fram hjá þeim út á regin, regin haf.
Mannkynið er auðugt; það dreymir og sér sýnir. Oft
eru það »fata morgana« aðeins, en það á sér þó sælu-
land, sem ekki er tómar hillingar. Ut við hafsbrún draum-
sjónanna eru Fiðurhólmarnir. Þar liggja þeir í sólgliti
og ládeyðu og þangað stefna mennirnir bátum sínum.
En hafvillurnar og slysfarirnar eru tíðar. Margir sigla
að vísu um farveg vinnunnar og um fjörð heilsunnar —
þeir, sem það er gefið. En þeir farast oft í lendingunni.
Innsiglingin inn í höfn góðrar samvisku er þröng, þar