Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 63
IÐUNN
Rauða rúmið.
305
»Ég vanur?« Gamli maðurinn leit á mig steinforviða.
»Ég vanur? Ég hefi aldrei orðið neinu vanur! Til þess
að verða einhverju vanur, þarf maður að dvelja, og verða
einhverju handgenginn. Það er ekki hægt að verða neinu
vanur þegar maður er á fleygiferð. Og hafi ég vanist
einhverju, þá er það gistihúsrúmið, sem er eins og dað-
ursdrósin af götunni. Það býður hverjum, sem hafa vill,
til hvíldar fyrir hæfilega borgun, og nýjum manni hverja
nótt. En húsgögnin hér í stofunni eru skírlíf. Ég gæti
haft sama svarið við undrun yðar á því, hve þau eru
lítilmótleg, eins og séra ]ón flæmingi hafði við Laurentius
biskup, þegar hann furðaði sig á því, að séra Jón skyldi
hafa svo forljóta konu í bland við sig sem lagskona
hans var. Munið þér ekki hvað séra jón sagði, hann
svaraði: »Ég er bráðlyndur maður, og þyldi eigi vel, ef
nokkur ginti mína þjónustukonu frá mér, og því tók ég
þessa, að ég veit hennar girnist enginn«. Og eins er um
húsgögnin mín.«
Þó að þetta væri sagt eins og í glensi, var í því sá
alvöruþungi, að okkur varð báðum orðfall. Og það var
Eyvindur, sem tók aptur til máls.
»En þér hafið ekki séð svefnstofuna mína«, sagði hann,
og leiddi mig þangað.
Þó að mér hefði virzt setustofan nakin, mátti þó engu
síður segja það um svefnherbergið. I því var ekkert
nema furustóll, eins og furustólarnir frammi, með þvotta-
áhöldum á, og svo heljarstórt eikarmálað rúm. Þetta gat
ekki snoðnara verið. En þó rúmið væri úr lélegu efni,
og liturinn á því svo kauðalegur sem unt var, þá var
það sviphýrt, og það var eins og það byggi yfir innra
manni, þó að það væri dauður hlutur, hreinlyndum og
barnslegum, og það gjörði herbergið hlýtt og vistlegt.