Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 16
258
Eiríkur Albertsson
IDUNN
inn engu að síður allsherjarafl, lífgjafi og sláandi hjarta
allrar sannrar menningar. Hann er framtíðarríkið, guðs-
ríkið, — súrdeigið, er sýrt getur alt deigið.
Mennirnir fórna til þess almenna, bæði tíma, kröftum
og fjármunum. En læðist ekki alt of oft flokkseigingirn-
in og hugsjónaeigingirnin inn í þá fórn. Menn leggja
fram fórnir af því að það getur verið til hagsmuna fyrir
flokk þeirra, fyrir málstað þeirra. Þann veg leggja þeir
fórnir á ölturu sjálfra sín. Og meðan ekki er hægt að
eyða og deyða þessa fínu en eitruðu eigingirni, getum
vér aldrei orðið sem ein heild, ein þjóð. Oott væri oss
þá, að eitthvað eða einhver vildi hrífa oss út úr þeim
væmna heimi, þar sem óþef leggur af eigingirni og
sjálfselsku. Og það er aðeins Guð, sem getur það. Hugs-
um oss, að vér gætum orðið jafn þakklátir í hjarta og
vér nú erum glaðir yfir óförum annara, að vér gætum
glatt og uppörvað jafn mikið og vér baktölum, rógber-
um og drögum niður í sorpið. Sá sem veit, að hann
hefir eitthvað fram að flytja, eitthvað gott og gagnlegt
fyrir land og þjóð — hann þarf ekki að lifa á því að
varpa skugga á aðra. Mönnum ætti að lærast að gruna
þann flokk eða þann mann um græsku, sem sjaldan
hefir gott, en oft ilt að segja um andstæðinga sína. Vér
ættum að elska sannleikann svo mikið, að hann kæmist
fram í dagsbirtuna, en ættum ekki að þegja eða hata
hann í hel. Það væri riddaralegt, en það eru fáir sem
hafa ráð á því að vera riddaralegir nú á tímum. Sá tími
þarf að fæðast, er menn fara að trúa, þ. e. a. s. fara
djarfir í lund að reisa líf sitt á Guði og vita að það er
voldugasti sannleikurinn í lífi þeirra, að hann sé máttk-
asti höfðingi lífsins. Sá dagur þarf að renna yfir íslensku