Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 70
312
Guðbrandur Jónsson:
IÐUNN
bylti mér til undir kné sigurvegarans. En þú spyrð apt-
ur því mér hafi ekki dottið þetta í hug fyr. Eg skal
koma að því. Ég elskaði þig þá. Ég greip hvert færi á
að koma mér við. Og hvað var eðlilegra en að ég elsk-
aði tækifærin til þess. Þú varst eitt af þeim, — hið ein-
asta, sem mér nýttist að, og gat nýzt að, og því elskaði
ég þig. En ég vissi þá ekki að þú varst einasta tæki-
færið. Ég hélt að mér væru allir vegir færir alveg fram
á þennan dag, og ég hélt að ég væri altaf að því kom-
inn að koma mér við, — það var meinið.
Svo fluttum við saman, við giptumst ekki. Það var ég,
sem réði því eins og öðru, mér fanst það vera svo odd-
borgaralegt, og mér fanst ríki og kirkju ekkert varða um
þau mál mín. Ég skyldi ekki að ég var lítið hjól í stóru
sigurverki, og fyrir bragðið varð núningsmótstaðan frá
minni hendi of mikil. Égvildi vera vísir klukkunnar og fara
mína leið, ekki eins og verkið drægi mig, heldur vildi ég
láta verkið elta mig. Ef til vill hefði farið vel á því, ef
til vill ekki. En tilviljunin — ég sjálfur — gat ekki
komið því fram. Manst þú þegar ég lét búa til húsgögn-
in okkar? Þau voru hvorki mikil né merkileg, en ég
hafði sagt fyrir um gerð þeirra allra, og bæði mér og
þér féllu þau í geð. Manstu eftir rúminu okkar — stóra
rauða rúminu? Það var sterkt, og hreinlegar í því lín-
urnar. Ég hafði gert mér einna mest far um það. Það
var eiginlega mynd af mér, eins og mér fanst ég vera
eða eins og ég vildi vera. Manst þú eptir því? Við sváf-
um í því þau ár, sem við vorum saman. Þú svafst í
fanginu mínu, og mér fanst altaf falla á mig ró þegar
ég lá þar við hliðina á þér. Mér finst nú eins og mig
þar, og hvergi annarsstaðar, hafi langað til að vera það,
sem ég er, og ekkert annað. Og það kemur einmitt svo
einkennilega heim við það, sem nú er að gjörast í lífi