Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 18
260
EiríUur Albertsson.
IÐUNN
um stíl »upp mót fjallsins háu brún« — í áttina til sín.
Og sá sem neitaði þessu, hefði líka um leið dæmt sig
sekan skógarmann, óalandi og óferjandi í þeirri miklu
verund, sem heitir líf.
Eg veit að vísu, að í stjórnmálalífinu íslenska kemur
fram ein tegund kærleika, þar sem samvinnustefnan er.
Sá kærleikur getur oft og einatt komið fram í félagslífi
yfirleitt og allur félagsandi hlýtur að vera innblásinn af
honum.
Sá kærleikur hlýtur að koma fram að einhverju leyti
í því Iandi, þar sem þjóðskipulegt fyrirkomulag ríkir.
Þessi kærleikur getur hrópað hátt um, að hann sé óeig-
ingjarn, hann sé til þess kominn í þennan heim, að
hjálpa öðrum og létta þeim byrðar lífsins. En það er
ekki að öllu leyti rétt. Menn fara að hjálpa öðrum, á
samvinnugrundvellinum, til þess að tryggja sjálfum sér
þá hjálp, er þeir geta ekki verið án í þann svipinn og
gátu ekki sjálfir veitt sér. Eigingirnin býr því við hjarta
þeirrar kærleikslundar. Sá kærleikur, sem kemur fram
hjá þeim, er sömu atvinnu stunda og mynda því hring
eða félagsskap um hagsmuni sína, er þeirrar tegundar.
Hann getur verið góður það sem hann nær. En hann
er ekki fullnægjandi, af því að það eru svo margir, sem
ekki geta endurgoldið hann.
Til er önnur tegund kærleika, hinn fórnandi kærleik-
ur. Hann er fús á að gefa, þar sem engrar umbunar er
að vænta. Sá sem á þá kærleikslund heimsækir þá sem
sjúkir eru, þá sem þjást, þá sem sorgmæddir eru, til að
bæta úr böli þeirra — og óskar einskis í aðra hönd.
Mörg eru dæmi þessa göfuga kærleika. Til eru þeir
menn, sem í kyrþey, oft alveg á laun, hafa unnið sjálfs-
afneitunarstarf. En aldrei hefir það víst komið fyrir, að
þjóð hafi komið þannig fram gagnvart annari, og víst