Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 10
252
Eiríkur Albertsson:
IÐUNN
menn til að haetta að kaupa þau blöð, er slíkan rithátt
temja sér«.
Þetta er ekki eins dæmi. Úr mörgum áttum heyrast
ummæli lík þessum. Eiginlega heyrast nærri æfinlega lík
ummæli og þetta, þegar talað er um stjórnmálablaða-
menskuna íslensku af hugsandi mönnum. Og jafnvel rit-
stjórunum sjálfum mun finnast, að of langt sé farið í
áttina til ósæmilegs ritháttar.
Fyrir nokkrum árum átti eg tal við einn ritstjóra stjórn-
málablaðanna. Eg sagði honum, að mér virtist ritháttur
blaðanna ruddalegur og ósamboðinn þeim mönnum, er
ættu að vera leiðtogar þjóðarinnar. Attum við um þetta
alllangt tal og viðurkendi ritstjórinn að lokum, að oft
féllu orð á vettvangi stjórnmálabaráttunnar, sem æskilegt
væri að annaðhvort væru ósögð, eða féllu á annan veg.
En hann sagði jafnframt, að ekki væri þægilegt að kom-
ast hjá að kveða fast að orði. Og sem dæmi þess tjáði
hann mér, að hann hefði skrifað mjög hógværlega svar
við ádeilu á hendur sér og flokki sínum, en á eftir hefði
sér borist allmörg bréf með aðfinslum út af því, hversu
slælega væri hrakið, og málstaðurinn myndi ekki örugg-
ur, úr því að ekki væri djarflegar komist að orði og
gengið á milli bols og höfuðs á andstæðingunum.
Það er skiljanlegt, þar sem ritstjórar stjórnmálablaðanna
eru háðir starfsmenn hjá stjórnmálaflokkunum, að þeir
verði að taka tillit til vilja flokksins, en engu að síður
er það mjög hættulegt, ef þeir vegna tillits til annara
fara að leggja samvisku sína og sannfæringu undir of-
beldi og kúgun spiltrar dómlundar. Ritstjórarnir og þeir,
sem gefa blöðin út, verða að muna, að blöðin eru áhrifa-
mesti kennarastóll þjóðarinnar, og að þeir, sem tala til
þjóðarinnar allrar úr þeim ræðustól, verða að lúka reikn-
ingsskap fyrir hvert ónytjuorð á þeim dómsdegi, er kraf-