Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 72
314
Guðbrandur Jónsscn:
IÐUNN
grein fyrir þvf en þá, að mér leið vel í því; mér leið
eins og ég býzt við að trúlausir menn vilji láta sér líða
eptir dauðann. Svo veiktist ég í vetur og prófessor Grím-
ur vitjaði mín — þú manst eptir honum, hann var stú-
dent þegar við vorum saman. Eg var með miklum þraut-
um, og ég bað hann uppá gamlan kunningskap að
segja mér hvað að mér gengi. Hann sagði að það væri
krabbi, og að ég myndi ekki komast til heilsu aptur. Hann
kom til mín á hverjum degi, og hann lét mig daglega
fá eitthvað við kvölunum, svo að ég var mest af sofandi.
Ég var altaf að biðja hann að hjálpa mér til að sofna
svo að ég vaknaði ekki aptur, því mér leiddist að bíða
eptir því, sem óumflýjanlegt var. En Grímur vékst undan.
Og ég lá altaf í rúminu og beið. En þó mér væri
biðin hvumleið, var hún mér ekki óbærileg, og mér
fanst það vera rúminu að þakka. Svo var það einn
daginn að ég var að fitla við rúmstokkinn, — ég gjöri
það opt. Hann var brákaður og skemdur, og víða voru
komnir stórir gúlar á málninguna. Og ég fór af fikti að
flysja einn gúlinn af eins og barn, sem er að sprengja
hitabólur á hurð, og mér varð litið í gatið, sem á máln-
inguna kom, og ég sá að það var annar litur undir.
Ég varð forvitinn, og ég víkkaði gatið, og ég sá að lit-
urinn var rauður. Svo alt í einu opnuðust augu mín. Ég
vissi nú hversvegna ég hafði keypt einmitt þetta rúm
hjá skriflasalanum og ekki annað. Ég vissi nú líka
hvernig á róseminni stendur, sem yfir mig færist þegar
ég hvíli í því — því að það var — gamla rauða rúm-
ið okkar.
Þegar Grímur kom til mín daginn eptir sagði ég
honum alla söguna og bað hann enn hjálpar, svo að ég
þyrfti ekki að bíða þetta lengur. Grímur horfði lengi á
mig þegjandi, og ég tók þá fyrst eptir því, að hann er