Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 62
304
Guðbrandur Jónsson:
IÐUNN
ur frá pyngjunni, hún er hjarta slíkra sfofnana. Af þeim
huga leggja þær manni til húsgögn, sem eru svo drep-
leiðinleg að maður missir alia löngun fii að eignasf
húsgögn sjálfur, hafi hún nokkurn tíma verið nokkur.
Kannist þér ekki við gistihúsnátfborðið með marmara-
plötunni, þetta andstyggilegasta húsgagn heimsins? Það
hefur elt mig á röndum eins og uppvakningur úr einu
gistihúsinu í annað*. Hér steinþagnaði gamli maðurinn.
Það tók alveg af skriðið, sem hafði verið að komast á
hann.
»]á, en húsgögn þurfið þér að fá«, sagði ég.
Hann rankaði við sér.
»Já, húsgögn þarf ég að fá. Fást hér hvergi notuð
húsgögn?« spurði hann.
Eg benti honum á örkina hans Nóa. Svo kvöddumst
við. En í dyrunum sagði hann brosandi við mig: »Við
sjáumst aptur.« — — — — — — — — — — —
— — Það leið eitthvað mánuður þangað til ég kom til
hans á ný. Til mín kom hann aldrei, hvorki fyr né síð-
ar, og var ég þó altaf að biðja hann að koma.
Þegar ég kom inn til hans í þetta sinn varð ég enn
meir hissa en í fyrra sinnið, því ég hefi tæplega séð
aumlegri húsgögn en þau, sem hann hafði fengið sér.
I fremra herberginu var ekkert nema furuborð ofurauð-
virðilegt, og tveir norskir tréstólar, og svo koffortið,
sem hann sat á síðast er ég kom.
Eg fór að velfa því fyrir mér, því í dauðanum hann,
sem óefað ekki hafði úr miklu að spila, færi að leigja
sér tvær stofur, úr því að hann ætlaði ekki að búa bet-
ur um sig en þetta. Og gamli maðurinn hefur víst séð
hvað var að brjótast í mér.
»Vður finst lítið til um híbýlin*, spurði Eyvindur.
»Já, égbýstvið að þér séuð betru vanur«, svaraði ég til.