Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 29
'iÐUNN Qróður jarðar. 271 höndum. Sárin — hvernig hefir hann hlotið þau? í bardaga við starf sitt? Ef til vill er hann nýkominn frá hegningarhúsinu og vill fara huldu höfði. Ef til vill er hann heimspekingur, sem leitar friðar. En hvað um það — hér kemur hann, maðurinn, mitt í þessari óhemju einveru. Hann gengur og enn gengur hann. Umhverfis hann eru hvorki fuglar né dýr, er rjúfi þögnina. Ein- stöku sinnum mælir hann eitt og eitt orð við sjálfan sig: Ojæja, sér er nú hvað! Þegar hann kemur yfir mýrarn- ar og inn í vingjarnlegt rjóður í skóginum, leggur hann byrðina niður og reikar fram og aftur og athugar land- ið og aðstöðurnar. Að stundarkorni liðnu kemur hann aftur, leggur sekkinn á herðar sér og heldur af stað að nýju. Þetta gengur allan daginn. A sólarganginum sér hann hvað tímanum líður. Það náttar. Þá leggur hann sig fyrir í lyngið með handlegginn undir höfðinu. Eftir nokkra stund leggur hann af stað aftur. Ojæja, sér er nú hvað! Hann heldur enn beint til norðurs, lítur til sólar og sér hvað tímanum líður, borðar flatbrauð og geitamjólkurost, drekkur vatn úr læknum og heldur svo áfram göngu sinni. Öllum þessum degi eyðir hann í reik fram og aftur. Hann verður að rannsaka svo marga álitlega staði í skóginum. Að hverju leitar hann? Að landrými, jörð til ræktunar? Ef til vill er hann föru- maður frá byggðinni. Hann hefir augun hjá sér og skygnist um. Nú gengur sólin til viðar. Hann fer með fram vesturbrún dalverpis, vöxnu margvíslegum skógi. Hér er líka laufskógur og undir- gróður. Það er áliðið mjög; það rökkvar. En hann heyrir daufan árnið. Þá færist nýtt líf í hann, eins og hefði hann hitt eitthvað fyrir sér lífi gætt. Þegar hann kemur upp á hæðina, sér hann í hálfrökkrinu dalinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.