Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 10
320
Skáldsögur og ástir.
IÐUNN
tilfinningar hefðu nært sefa og sinni. Pessi skilningur
tengir sarnan hina ólíkustu mienn í ýmsum löndum; svo
að segjia allar bókmentir um mjög iangt skeið eru
þrungnar af þessari magnmiklu trú, og um ístendinga
er það svo, að i bókmentum þeirra hina siðari áratugi
er naumast finnanleg nerna ein undantekning frá þessu.
Sú undantekning verður síðar gerð að umtalsefni í
grein þessari.
En af þeirri tilraun til greinargerðar um þessi efni,
sem hér hefir verið gerð, er það Ijóst, að þrátt fytit
trúna á ástina, þá hefir kent tvíveðrungs í trúnni.
Ástin er talin æðsta verðmæti mannlegs lífs, en þrátt
fyrir það eru henni sett alls konar takmörk að almenn-
ingsdómi. Eins og gefur að skilja, gat þetta ekki hakl-
ist til langframa. Þetta hefir verið spurul öld, og langt
er ’síðan ýmsir tóku að spyrja, hvort holt væri og
sæmandi að setja háleitum og göfgandi tilfinninguni
manna skorður með aknenningsáliti, er krefðist opin-
bers innsiglis á samband manns og konu, og að farið
væri eftir ákveðnum reglum, sem einu nafni hafa verið
nefndar velsæmi. Upp úr þessum spurningum spratt
svo Nóaflóð af bókmentum um ástir í meinurn. Stór-
menni og smámenni kepptust við að sanna, að þjóðfé-
lagið hefði enga heimild til þess að steinma stigu við>
þvi, að ástin fengi að njóta sin. Þau hafa sýnt í alls
konar myndum hversu átakanleg óhamingja gæti af
]iví hlotist, er árekstur yrði milli þröngsýnna, dóm-
sjúkra manna og heitrar, innilegrar ástar; þau hafa talið
það einn höfuðglæp þjóðféliagsins áð ætla sér að ræna
menn farsæld og fyilra lífi með því að hefta æðstu og
verðmætustu tilfinningu mannlegs lífs með viðjum
hleypidómanna. Þau hafa, í einu orði, barist fyrir rétt-
inum til ástalífs.