Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 12
.322 Skáldsögur og ástir. iðunn hugmyndir ekki gerðar sérstaklega að umtalsefni hér. Fyrst og fremst af því, að ég hefi ekki þekkingu til þess að dæma um þær, og annars vegar vegna þess, að þær liafa svo að segja engin áhrif haft á hugsanalíf og bókmentir vorrar þjóðar að svo komnu. En það er annar skilningur á ástalífinu, sem Islend- ingar eru nú óðum að kynnast. Það er í skemstu máli :sá skilningur, að allar hugmyndir tum ófegurð, að ekki sé talað um synd, í sambandi við sjálfar hvatir kyn- ferðislífsins séu hin mesta fásinna. Vitaskuld kannast þeir við, að þessum hvötum megi beina inn á brautir, sem bæði séu ófagrar og hættulegar, en þeir neita öllum heilabrotum meinlætisins um synd, sem falin sé í sjálfum starfsaðferðum og Iögbundnum háttum líkam- uns. En svo bæta þeir því við, að skilningurinn á pessum hvötum og virdingm fgrir peim sé eitt adal- skihjrðuí fijrir ríkum, sálrœnum árangri ástalífsins. Þeir blessa holdið og þeir dá það ástalíf, er samúð tveggja persóna er hituð og efld af magni hinna líkamlegu hvata. Af íslenzkum rithöfundum hefir enginn borið fram þetta viðhorf með eins mikilli skerpu og snild •eins og Guðmiundur Kamban í „Jómfrú Ragnheiði". Sú snjaUa hugsun hefír verið látin í ljós við mig, að „annað hvort drepur Kamban Ragnheiði með þess- ari bók, eða þjóðin drepur Kamban". íslenzk þjóð hefír hugsað mikið um örlög Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, og það er ekki líklegt, að Kamban hafi drepið niður alla samúð með þeirri persónu með sögu sinni. En eftir sumum ritdómunum um bókina að dæma, virð- ist ekki ósennilegt, að ýmsum hafi hvarflað í hug, að það ætti töluvert vel við að stúta höfundinium. Viðtökurnar, sem þessi bók hefir fengið, hafa orðið mér enn á ný bending um það, hversu langt er oft á

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.