Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 26
336 Hugleiðingar um nýtt landnám. iðunn veðrátta köld og hafísar. Pá var hungur í sveitum, og sá á fólki, en skepnur drápust úr hor. Þá sá ég á Rang- árvöllum oftar en einu sinni þá hrygðarsjón, sem ég ekki hefi sé'ð síðan, að hestar lágu horneisa í haganum, og margir fátæklingar komu klæðlitlir og svangir og með sultaról og báðu um mat. Þá kom gjafakorn frá Englandi, og stjórnin veitti hallærislán þeim, sem til Jiess fundust verðugir. Og þá kornu uesturfari'Hugenl- arnir. Þeir komu á hverju ári og ferðuðust um allar sveitir til að predika um ágæti Vesturheims og lokkuöu' fólkið vestur um haf. Og fólkið stneymdi þangað í stórhópum til að bjarga lífinu, því upp á maíga inátti heimfæra vísuorðin: „Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er.“ Þá átti margur bágt, og var mörgum vorkunn, þó hann gleymdi ýmsum lofsöngv- um um „Island farsæildarfrón". Föður minum blöskraði oft bágindin, sem hann horfði upp á hjá sóknarbörnum sinum, bæði i Odda og seinna á Akureyri. Og þá hrutu honum eitt sinn af munni visurnar: „Volaða land — spjallað og sprungið af eldi, spéskorið Ránar af veldi“ — o. s. frv. Þær vísur voru ortar í þunglyndis- stemningu, og fylgdi bæði spaug og beisk alvara. III Vesturfaiia-agentar liöfðu komið hingað frá því um 1870. I fyrstu þótti boðskapur þeirra mjög skrumkendur, og menn trúðu ekki nema sumu. Þá var það, sem faðir minn samdi gamanleikinn „Vesturíararnir“, 1873. Þ;ar lét hann Gabríel agent guma hátt af gæðum Vestur- heims: Hún Ameríka er uinflotið land; þar er alls staðar lending við sléttan sand, sein er gulgrár að sjá, líkur syrjóttri rýju,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.