Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 30
340
Hugleiðingar um nýtt landnám.
iðunn
margir á móti tveimur. Ég hefi oft si'ðan iðrast þess,
að ég skyldi taka þátt í þessum ieik. Einkum fann ég"
til þess, þegar ég síðar heimsótti landa vestan hafs og
sá, ad bodskapur agenktnna hafdi yfirleitt verid sannur
og ekkert skrum. En sjálfsagt var það hollast landi
voru og þjóð, að I>essi og þvílíkur andróður var hafitxn
móti Ameríkuferðunuim til að stöðva mesta útsitreymi
fólksins, því nóg var komið að sinni fyrir okkar fá-
mennu þjóð. Fór hér eins og oft, að sama fyrirbrigðið
kiemur í ljós> í líkama heillar þjóðar eins og í manns-
líkamanum. Jafnvel í öngviti eftitr ofsa-blóðrás vakna
öfl í æðum til andófs dauðanum og til ihalds lífinu,
og gagnieitur myndast, svo sem kunnugt er, gegn hvers
konar sjúkdómseitri.
IV.
Mannkynssagan segir frá mörgum þjóðflutninguitt
land úr landi, og venjulega hefir verið að ræða um
flótta manna og heilla þjóða undan ýmsri óáran.
Saga okkar fslendinga segir frá mörgum hörmunga'
tímabilum vegna drepsótta, elds og ísa, og má geta sér
til, að stundum hefði mikill þorri Landsmanna, ef ekki
öll þjóðin, fJúið landið, ef það hefði eigi verið „ægi gfrt
yzt á Ránar-slóðum“ og þar að auki langt frá öðrum
betri löndum. f Móðuharðindunum kom J>að til mála að
flytja alla Íslendinga (sem þá voru orðnir að eins 35
þúsundir) af landi burt og koma þeim niður á Jótlands-
heiðum til búsetu. Til framkvæmda kom þó ekki. Mun
þar hafa valdið, að fáum þótti hið fyrirheitna landið
fýsilegt til vistaslkiftanna, og svo hitt, að Örkin mun
ekki hafa verið alveg við höndina og enginn Nói ne
neinn Horna-Móises eða Mússólíni nógu harðvítugur