Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 32
342
Hugleiðingar um nýtt landnám.
IÐUNrf
V.
Pað er nú gott að vita, að við erum ekki lengur
tjóðraðir við hólmiann, líkt og Cimbrar voru og Tcu-
tónar á vígvellinum forðum. Og enn betra er að vita,
að enginn skoðar það öðru vísi en spaug eitt, að nokk-r
urn tíma framar purfi að koma til mála, að þjóðin yfir-
gefi landið, jafnvel þó enn verri árferðiskaflar dynji
yfir það en nokkru sinni áður. Pví allir, sem vel hafa
kynt sér sögu landsins og hag þjóðarinnar nú á tímum,
munu sammála um, að ólík sé aðstaðan nú og áður
var til að þoia þær raunir, sem þjóðinni var ofurefli
að etjia við fyr á öldum. — „Nú er hún gamla Grýla
dauð“ — er máske fullmikið sagt, — þvi i framtíð líkt
og fortíð mun Grýla lengi gera vart við sig í líki elds
og ösku, íss og kulda, en víst er um þiað, að mörg
harðindin, sem áður ollu skepnufelli, hungri og sóttum,
myndu nú ekki lengur gera landsmönnum neitt veruiegt
mein, og er það að þakka vaxandi fyrirhyggju í bú-
skaparháttum, betri samhjálp og betri samgöngum inn-
anlands og við útlönd.
I stuttu máli sagt — þjóðinni hefir vaxið sá dugur
og skilningur góðs og iils, að nú kann hún ólíkt betur
en áður lag á ;að glíma við náttúru landsins og aflai
sér ýmsra auðæfa þess, sem áður voru óþekt og óvinnr
andi. Og nú er svo komið, að aðrar þjóðir margar geta
nú litið öfundaraugum tii liandsgæða hér, og mundi oss'
í lófa lagið, að smala hingað, ef við vildum, hvaðanæva
þúsundum af fólki tii innflutnings og aðseturs, líkt og
agentarnir úr Vesturheimi fyrir hálfri öld síðan smöl-
uðu landsmönnium vestur.