Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 35
IÐUNN Örfá orð til andsvara. 345 mál að sinni. Hins vegar liggur mér á hjarta að rita nokkur orð í tilefrn af dómi hans um „Æfisögu Jesú frá Nazaret". I. R. Kv. segir, að ég eigi þakkir skilið fyrir að liafa gefið hókina út. Ég er algerlega sammála. Hann segir, að með ])ví gefist peim, er annan veg líta á málið, sér- stakt tækifæri til að rökstyöja sitt viðhorf. Á jrennan hátt hugsaði ég líka, þegar ég var að rita bókina. Mér hafði aldrei í hug komið að halda því fram, að mín, skoðun væri hin eina sanna í málinu, en hitt var mér Ijóst, að þetta var í fyrsta skifti, sem sett var fram rök- studd skoðun á lífi og starfi Jesú á grundveili vís- indalegra biblíuskýringa. Frá minu sjónarmiði gat eng- in önnur skýring átt við. En ég taldi sjálfsagt, að af öllum þeim sæg biblíufróðra manna, sem myndu vera ákveðnir móti skýringum mínum, myndi einhver koana með rö-kstudda skoðun, sem gengi i aðra átt, en ætti það sameiginlegt, að Leitað væri vandlega raka og samhengis milli orða hans, athafna og örlaga. Ég leit svo á, að þessi persóna þætti svo merkileg, að vert þætti að gera sér hennar sem rækilegasta grein, og hvað og hvernig um hana hefði verið ofið af trúar- blindni tilbeiðenda. En það hefir farið nrjög á annan veg. Um flesta þá, er ritaö hafa um málið, hefir það verið vitað fyrirfram, að þeir höfðu ekki hið allra minsta fram að færa af því, sem kalla mætti vit eða þekkingu til að dæma um þessa hluti. Frá því hafa verið að eins tvær undan- tekningar: prófessor Sigurður Sívertsen, sem ritaði í Prestafélagsritið, og Ragnar Kvaran með áðurnefndri grein. Iöunn XV. 22

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.