Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 43
IÐUNN
Hjón.
353:
Þetta voru nöfn, sem hún kannaðist við. Margsinnis
hafði hún heyrt manninn sinn nefna þau síðustu árin
— meira að segja upp úr svefninum. Þetta voru bænd-
ur í isókninni, þar sem þau höfðu áður verið. Jón á
Ármóti vakti yfir prestinum í opinberu'm máium, eink-
um sveitarmáluim, og gætti þess, að hann næði ekki
tökum á bændunum. Hann leit svo á, að stefna prests-
ins væri hættuleg fyrir heiU sveitarinnar. Ólafur é
Brekku var sörnu skoðunar. Hann var ungur maður og
orðhvatur. Frú Margrét var honum vel kunnug, og
hún mundi glögt eftir fundinum, þar sem lokahríðin
stóð milli hans og mannsins, hennar. „Yðar vegna, frú,
vildi ég helzt halda mér saman," sagði Ólafur við hana,
þegar umræðurnar fóru að harðna. „Mín vegna! Hvern-
ig ]iá?“ sagði hún. Svo kom óveðrið — ekki fyrr en
flesta varði.
Ólafur sagði, að sum þau málefni, sem presturinn
hefði léð liðsyrði, væru í sjálfu sér góð, en það ólán
fylgdi honum, að eitthvað óhreint virtist loða við alt,
sem hann gerði, og hvar sem hann færi. Hann sagði,
að sumir rnenn væru réttmefndir sýkliar í öllu félags-
lífi. Það smitaði eitur út frá þeim, eins og sikaðræðis
sóttkveikjum. Fingraför yfirdnepsskaparins, hégómans,
sjálfselskunnar, metnaðarins, drambsins, valdagræðg-
innar og annara svívirðilegra hvata væru slík, að jafn-
vel fáfróður sveitarlýður gæti ekki dulið viðbjóð sinn.
En þetta var ekki nema inngangur. Á eftir sneri hann
sér beint að prestinum og rakti sögu hans, frá því að
hann kom í sóknina og fram að þessum degi. — Og
frúin sat við hlið mannsins síns meða.l fundanmanna,
hlustaði á og vildi ekki kryfja tii mergjar neitt af þvi*
sem hún heyrði, en í hjarta sínu var hún samþykk
sumu af því.