Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 53
IÐUNN Höfundur Robinsons Crusoes. Tveggja alda minning. Eftir prófessor Richord Beck. Margir lifa í minningu þjóð- anna, í sögnum og söngvum, fyrir eitt afreiksverk sitt. Eins eru pess næg dæmi í sögu heimsbókmentanna, a'ð eitt rit hefir afliað höfundi pess ódauð- legrar frægðar. Daniel Dejoe er Iang-víðkunnastur enskra rithöf- unda sinnar tíðar. Á hann bá | víðfrægð að þakka bók sinni Robinson Crusoe, sem allir ikannast við og fjöldamargir hafa lesið, einnig á tslandi, því að þýðingar-ágrip Steingríms Thorsteinssonar af henni hefir tvisvar verið gefið út. Hún hefir því auðsjáanlega átt vinsældum að fagna,. hér sem annars staðar. Á vorri öld hleður alls konar bókum niður sem skæðadrifu, þeirra á meðal barna- bækur í þúsundatali. Samt rýma þær ekki Robinson Crusoe úr sesisi. Æskulýðurinn — drengirnir sérstak- lega — finna þar uppsprettu gleði og gagnsemdar. Kynslóð eftir kynsióð hefir dvalið með Robinson úti á eyðieyjunni, fundið Frjádag með honum, verið þátttak- andi í öðrum æfintýrum hans og fagnað yfir happa- sælum afdrifum hans. Robinson Cmsoe er ein þeirra

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.