Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 55
IÐUNN
Höfundur Robinsons Crusoes.
365
að sjá, sem faðir Defoes hafi verið vel metinn og efna-
maður. Vildu foneldrar Defoes, aö hann yrði pnestur,
en ekki hneigðist hugur hans í pá átt, og gerðist ha,nn:
kaupmaður. Fékst hann við kaupmensku öðru hvoru
um æfina, og valt á ýmsu fyrir honum; átti hann oft í
skuldahasli. En ritstörfin og stjörnmálin voru aðalá-
hugaefni hans, pó hann léti sig margt annað skifta, sem
enn mun sagt verða nokkru nánar. Defoe andaðist rúm-
lega sjötugur, þá snauður maður. Hann er grafinn í
Bunnhill Fields kirkjugarði í Lundúnum, en skamt frá
honum hvíla tveir aðrir velgerðarmenn enskra bók-
menta, peir John Bunyan, höfundur Pilgrim's Progress
(För Pílagrímsins), og Isaac Watts, eitthvert ágætasta
sálmasikáld Englendinga. Defoe, látnum, var [iví eigi
valinn staður með smámennum, en á gröf hans stendur
miinnisvarði, sem reistur var fyrir fjárframlög barna í
ýmsum löndúmi, i þakkiætisskyni við höfund Robinsons
Cnusoes.
Defoe tók mikinn þátt í stjórnmálum um dagana. Eigi
verður þó sagt, að stjórnmálaferill hans hafi verið fag-
ur og þá eigi heldur sérstaklega eftiTbreytnisverður. De-
foe hagaði mjög segium eftir því, sem byrlegast blés í
það og það sinnið, var stuðningsmaður þess einstaklings
eða flokks, sem bezt bauð, og ekki ávait sem trúastur
yfirboöurum sínum. En í öllu þessu mun hann hafa átt
sammerkt við marga samtíðarmenn sína; auðvitað er
|)að honum næsta lítil afsökun. Hins vegar er það sorg-
legur sannJeikur, að sannfæring manna í stjórnmálum
gengur enn þann dag í dag kaupurn og sölum víða um
lönd. Mörgum nútíðarmönnum sæmir því illa að varpa
þungum steini að Defoe eða tíð hans fyrir stjórnmála-
legt Jiroskaleysi. Hitt mun einnig sanni nær, að ilil með-
ferð og ósanngjörn, er Defoe sætti af hálfu hins opin-