Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 64
374 Höfundur Robinsons Crusoes. IÐUNM Og eigi er erfitt að sjá, að bók eins og Robinson Cru- soo á mikið mentunargildi. Hún sýnir, hverjum sigux- mætti einstaklingurinn á yfir að ráða, beiti hann kröft- um sínum. Hún kennir mönnum sjálfstraust og úrræða- semi, að horfast djarflega í augu við örðugleika. Rous- seau fanst svo mikið ti,l um fræðigildi Robinsons Cru- soes, að hann áleit, að drengir ættu ekki að íesa neina aðra bók, þangað til þeir væru á fermingaraldri. Hanrt hélt því fram, að enginn gæti orðið nytsemdarmaður í þjóðfélaginu, nema því að eins, að hann hefði fyrst þroskað einstaklingseðii sitt og lært að standa á eigin fótum. Petta er að vísu rétt. En þó ekki nema hálfsögð sagan. Einangrun fæðir af sér einræni og öfgafengna sjálfsumhyggju. Einstaklingsþroskun og tamning í sam- lífi við aðra menn þurfa að haldast í hendur, ef vel á að fara. En hvað sem því líður, þá er saga Robinsons Crusoes öflug áminning um þá krafta, sem búa í ein- staklingnum, og jafn-ákveðin áminning um þann sann- leika, að gæfa einstaklingsins býr í honum sjálfum, að ekki litlu leyti. Með skáldsögum sinum varð Defoe brautryðjandi í þeirri grein bókmentanna. En meiri áherzlu leggur hann á atburðalýsingar en skaplýsingar. Sögupereónur hans lifa og hrærast, en eigi skygnist hann djúpt i sálarlíf þeirra. Engu að síður lyfti hann enskri skáld- sagnagerð um skör með frásagnarsnild sinni. Auðsætt er því, að Defoe hefir ekki verið neitt hvers- dagsmenni í ýmsum greinum. I lifanda lífi gætti áhrifa hans á mörgum sviðum. Og þó framkoma hans væn ekki alt af í samræmi við hugsjónir hans og kenningar, þá sýna rit hans ljóslega, eins og nokkuð hefir verið vikið að, að hann bar í brjósti ríka umbótaþrá. Sið- fræðaiinn gægist hvarvetna fram í bókum hans; þvi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.