Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 68
378 Trúarbrögð og kristindómur. IÐUNN nefnda. Pað kemur upp úr dúrnum, að pegar aðrii* segja „stóll“, segir síra Gunnar „borð“, og í því ligg- ur aðaimunurinn. Hann notar önnur orð um hlutina en ég og fiestir aðrir. Það, sem hann nefnir trúarbrögð, er venjulega kallað játningabundin, ualdboðin kreddutrú, og paö, sem hann kallar efnishyggju, veit ég ekki betur en að heiti munuísindi. Séu orð síra Gunnars með ein- földum útreikningi pýdd á mælt mál, veröur varla úr peim lesið annað en pað, sem flestir prestar pjóðkirkj- unnar eru nú sammála um, að valdboðin kreddutrú. hljóti að vera peim andstæð, sem byggja viJja á vís- indalegri hugsun. Þetta er einfaldur sannleikur, sem menn hafa gott af að hugleiða sér til sálubótar. En af honum leiðir ekki, að efnishyggja (p. e. materialismi) sé kóróna vísindanna eða vísindin andistæða trúarbragð- anna, ef orðin eru notuð \ algengri merkingu. Nú mun pykja sanngirni af mér að segja, hvernig ég skil orðin „efnishyggja11 og „trúarbrögð". Efnishyggja er sú stefna, sem byggir á efninu sem undirstöðu og uppistöðu tilverunnar og lítur á alla and- lega starfsemi mannsins sem afleiðingu efnisbreytingar líkt og pegar gufu leggur upp af grautaTpotti. Efnis- hyggjan strikar yfir alt, sem ekki er ápreifanlegt og sýnilegt, svo sem guð, sál og par af leiðandi ósýnilega; tilveru í öðrum heimi. Þess vegna er pað hrein og bein fjarstæða að kalla spíritista efnishyggjumenn, Það væri gaman að sjá framan í Sir Oliver Lodge og Sir Conan Doyle vio slíkar nafnbætur.*) En jafnvel pó að spíritisminn sé látinn liggja milli hluta — en ]>ess er pó engin ástæða — hafa uppgötvanir í öðrum greinum vísindanna valdið stórkostlegri byltingu i mentaheiminum, sem áður var gegnsýrður af efms- *) Smbr. hið merka rit liins siðarnefnda: „History of Spiritualism .

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.