Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Qupperneq 69
IÐUNN
Trúarbrögð og kristindómur.
379
hyggju. Efnishyggjumenn geta nú að eins verið peir,
sem lepja upp molana frá borðum liðna tímans og
kyngja peim ótugðum. Svo hrottalega hefir bæði eðlis-
fræði, efnafræði og stjörnufræði nútimans gefið efnis-
hyggjunni utan undir. Þaö er sanni næst, að kröftug-
ustu prédikanirnar um tilveru guðs og andlegra heimai
sé að sækja í rit peirra, sem pessi fræði stunda.*) Efn-
ishyggjan er pví orðin eftirlegukind í visindaheiminum.
Á henni byggir enginn maður kastala framtíöarinnar, og
sízt er hún til nokkurs nýt fyrir trúarbragðafélagsskap,
sem starlar í samræmi við nútímavisindin, eins og is-
lenzka kirkjan gerir.
En hvað eru pá trúarbrögd, úr pví að pau eru ekki
sama sem valdboðin kreddutrú? Ég legg sama skilning
í íslenzka orðið trúarbrögð og útlenda orðið „religion".
En religion hefi ég skilið pannig, að pað væri sú grein,
sem maðurinn gerir sér fyrir afstöðu sinni og sambandi
við æðsta vald tilveru sinnar, eins og hann verður pess'
var í deglegri lífsreynslu og einstökum athöfnum og
atvikum. Getur petta vitanlega orðið á marga vegu,
eftir skaplyndi og gáfnafari eða margbreytni iífsreynsl-
unnar. Religion villimannsins hiýtur pví að fá annað’
snið en hins siðmentaða manns, borgarbúans annað en
dalbúans, lærða mannsins annað en hins fáfróða. Mis-
jöfn lífskjör og jafnvel efnahagur á sinn pátt í að
rnóta religion manna, eins og annað, sem hugarfaif
jieirra snertir. En hrifni, tilbeiðsluprá, lotning og fögn-
uður geta eigi að síður búið undir niðri hjá peim öll-
um. Samt má ekki, af ýmsum ástæðum, gera of mikið úr
mismuninum á trúarbrögðum manna. 1 fyrsta Lagi eru
*) Sjá Ág. H. Bjarnason: „Hcimsmynd vítindanna“; Störmer: ,,Fra
Verdensrummets Dybder til Atomcrnes Indre“, og hina ágætu grein Ás-
geirs Magnússonar: ,, Aldahvörf“ í lðunni I. h. 1931.