Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Síða 71
IÐUNN Trúarbrögð og kristindómur. 38Í
færi. Væri nú nokkuð vit í pví að kaila petta ömurlegS
fyrirbrigði ástalífsins þá einu sönnu ást nrilli karls og
konu? Og er þá ekki jafn-fjarri sanni að 'nefna vald-
boðið kaldabras kennisetninganna trúarbrögð, án tillits
til allra annara mynda, sem neligion mannanna birtist
í? Þessu svara ég hikiaust neitandii, og af þeim sökum
standa sumar fullyrðingar vinar míns, síra G. B.,
þversum í höfðinu á mér.
II.
Fyrst framan af hélt ég, að hugmyndabrengf sira
Gunnars næðu ekki lengra en þetta, sem ég nú hefi
lýst. En á grein hanisi í „Iðúnni" (1. hefti þ. á.) sé ég,
að þegar hann falar um „kristindóm", eiga orð hans
við annað en það, sem kallað hefir verið kristindómur,
og af því sprettur margskonar misskilningur. Hann á
þar eingöngu við nokkur gönrul kenningaratriði, sem
þróast hafa innan kristninnar, svo sem friðþægingar-
kenningu, þrenningarlærdóm o. fl.
Ég veit ekki betur en að flestar þessar kenningar, sem
síra G. B. segir, að hafi „drottnað yfir miklum lrluta,
niannkynsins hátt á annað þúsund ár“, hafi engan veg-
inn verið þær sömu allan þann tíma, og því síður hefib
öll sú heild, sem hingað til nefnist kristni, verið um
þau óskift og sammála. Trúfræðingar geta þrætt stig
af stigi, hvernig t. d. þrenningarlærdómurinn verður
til og birtist í ýmsum myndum. Sjálf friðþægingarkenn-
ingin hefir engan veginn verið sú sama um allar aldir,
þ. e. að Kristur hafi dáið til að „fullnægja hegningará-
kvæði hins eilífa rétt.lætis“, eins og síra G, B. orðar
það. Að minsta kosti er það ekki ávalt áberandi þáttuí
i kenningunni. Páil postuli leggur t. d. áherzluna á,
að dauði Krists sé dauði sjálfs „holdsins", sem þangah