Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Blaðsíða 72
382
Trúarbrögð og kristindómur.
IÐUNN
tiJ hafi haldið inönnunum í fjötrum syndarinnar, en
peir séu nú óháðir fyrlr samband sitt (unio mystica)
við hinn upprisna Krist.*) Sumir kirkjufeður létu pá
iskoðun í ljós snemma á öldum, að Kristur hefði dáið
sem einskonar fórn handa djöflinum, til pess að kaupa.
undan honum yfirráð heimsins. En að áliti peirrar tíðac
hafði sjálfur myrkrahöfðinginn með miklum gáfum og
dugnaði náð ískyggilega miklu tangarhaldi á heimin-
um. — Loks má ininna á hina sniðugu útlistun Ansel-
musar erkibiskups af Kantaraborg á ]iví, hvernig dauði
Krists verður eimskonar viðskiftajöfnuður milli guðs og
manna. Dauðinn er í bókstaflegri merkingu laun synd-
arinnar. Kristur þarf ekki að gredða pað gjald, pví að
hann er syndlaus maður, en hann deyr samt. Þess
vegna á hann inni á reikningi sínum, án ]>ess að |)urfa
á pvi að halda. Guð tileinkar síðan mönnun.um verð-
ieika hans með einskonar milliskrift í höfuðbókinni. —
Bæði pessi reikningsfærsla Anselmusar, svo og aðrar
friiðliægingarkenningar eru ekkert annað en tilraunir til
að skýra dauða Krists og pýðingu hans út frá hugsun
og pekkingu hvers tíma fyrir sig. Kenning Anselmusar
er pví engu frekar kristindómur en kenning Páls, forn-
kirkjunnar eða skýringar nútímamannsins. Alt eru ]ietta
límabundnar skoðanir eða útlistanir, sem korna fram'
innan hinnar langlífu hreyfingar, sem nefnist kristni.
Svo er einnig um flestar aðrar kennisetningar, sem
margir hafa vanið sig á að gera óaðskiljanlegar kristn-
um trúarbrögðum eða jafnvel kalla pær einar ]iví nafni.
En hvað gerir pá kristindóininn að kristindómi? -
Kristindómurinn er að eins að einu leyti frábrugöinir
öðrum trúarbrögðum. Þeir, sem han.n aðhyllast, líta
*) Smbr. Magnús Jónsson: „Páll postuli“, bls. 89—95, op Sig. P. Sívert-
sen: „Trúarsaga Nýjatestamentisins".