Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 79
IÐUNN Trúarbrögð og kristindómur. 389 fóðri,ð fyrir lömbin eða þau til fóðursins; hann ber á túnið áburðinn og aftur af því heyið. Ekki býr sjómað« urinn til þorsk og kola. Hann veiðir hann með verkfær- um, sem hann bjó ekki til efnið í, og gerir það með höndum, sem hann botnar ekkiert í, hvernig til eru orðn- ar, og loks leggur hann fenginn í ís eða .salt, sem tekið er úr náttúrunnar ríki. „Hann þarf þess ekki; ég get það sjálfur," sagði Sveinn skotti, þegar börnin báðu guð að drýgja í pokanum lians. Samt getur enginn gert guð óþarfan, sá er lifað hefir, lifir eða lifa mun. Sé það nokkurs virði á annað borð, sem er undirstaða jarð- neskrar tilveru, er ómögulegt að komast hjá því að við- urkenna, að alt Jíf mannanna grundvallast á kærleiks- gjöfum skaparans. Og þegar kristindómurinn hefir lagt áberzlu á óverðskuldaða náð, felst ekkert í því annaö en það, að sé fariði i réttarfarslegan eða reikningslegan samanburð, hafi mennirnir ekki greitt þakkarskuld sína við gjafarann allra góðra hluta. En er nokkur niður- læging að kannast við þetta? Það bezta, sem menjiirnir hafa veitt okkur, hefir aldrei verið metið til fjár eða. endurgjalds. Og á hvern hátt væri hægt að endurgreiða t. d. móðurkossinn? Eiihvern tírna rætist sú von okkar síra Gunnars, að þjóðfélagshugsjón jafnaðarmanna verði að veruleika með bættu skipulagi mannlegra mála á landi voru. Ef við þá verðum á lífi, njótum við þess að einhverju, sem afrekað er af öðrum mönnum, án þess að geta endurgoldið þeim. Af þessu sést, að jafn- vel á þessum kaupmenskutímum er ekki hægt annað en að þiggja af mönnunum óverðskuldaðan kærleika — hvað þá af sjálfum himnaföðurnum. Hinu gleymir kristindómurinn heldur ekki, að náð guðs verður til ónýtis, ef henni er ekki viðtaka veitt af atorku og hlífð- .arlausu erfiði (I. Kor.). Hið harða lögmál reynslunnar /

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.