Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 81
IÐUNN
Trúarbrögð og kristindómur.
391
sannur meistari, sem gleymir ]iví, að hann er ávalt læri-
sveinn. — „Gott og vel,“ segir ef til vill einhver, sem-
les þessar línur. „Þetta kann að vera rétt, en hlýtur þó
ekki sjálfsfórnarboðorð Krists að gera menn að undir-
lægjum, vekja hjá mönnum óholla „ástríðu til að láta.
gefa sér sitt undir hvorn“. Það virðist vera ætlun
sumra, að kristin trúarbrögð hæfi skráveifum einum og
vesalmennum. Það hefir verið prédikað af ýmsum, ekki
sízt á seinni árum, að sú hugarstefna, sem Ásatrúin ól,
sé samboðnari norrænu kyni og farsælli til sáluhjáipar
en hin kristna. Margt var að vísu þróttmikið og fagurt
í þeirri menningu, og mætti hin yngri kynslóð þessa
lands kynnast henni betur en hún gerir. Þrek, hreysti,
karlmenskulund og rík skyldutilfinning spinna þar
sterka þáttu, og í fornsögunum finnum við þunga marg-
háttaðra örlaga. En hin forna inenning hafði skugga-
hliðar. Hetjulundin var tignuð, en á hinu skorti skilning,
að hún getur birzt fegur í því að „láta gefa sér sitt
undir hvorn“ en að höggva í herðar niður. Vikingarnir
sýndu aðdáanlega framgöngu i bai'dögum og dugðu vel
vinum sínum, en þeir fundu ekki, að það væri neitt lít-
ilmótlegt við það að ræna strendur friðsamra landa,.
stela, myrða, nauðga konum, henda börn á spjótsoddum
og þrælka saklausa menn. Strandhögg víkinganna,
„vorra frægu forfeÖra", voru nákvæmlega sama eðlis
og Tyrkjaránið 1627. Þeir, sem aldir voru upp við erfða-
venjur Ásatrúarinnar, þorðu að mæta ofurefli við fáa
menn undir vopnum, en þeir létu löðrunga almennings-
álitsins hræða sig til að brenna inni saklausa menn eða
vinna á þeim níðingsverk fyrir það eitt, að þeir voru í
frændsemi við óvini þeirra.
Nú veit ég, að margir haf t svar á reiðum höndum,
og vísa til þess, að margt göfugt sjáist í fari suigra