Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Qupperneq 92
402
Bækur.
lÐUNf®
stjórnmálaskoðanir togast á og byltast i flóknu öngþveiti.
Á þeim hluta sögunnar er ótvírætt snildarbragð. Yfir ferða-
lagi Jimmies til gamla heimsins og þátttöku í styrjöldinni
er meiri reyfarablær, þótt sá hlutinn sé engu siður „spenn-
andi“. Það dylst ekki, að þeim hnútum er höf. ekki eins
kunnugur. En með píslarsögu Jiimnies í Archangel rís frá-
sögnin á ný og nær hámárki. Það fer ekki hjá því, að ör-
lög vesalings ameríska öreigans þarna norður við Ishafið
verði hverjum lesanda minnisstæð.
En lýsing liöf. á örlögum Jimmies er táknræn, þótt hún
jafnframt beri á sér raman svi)) veruleikans víðast hvar.
Eins og þessi falslausi og einfaldi verkamaður er leikinn,
þannig er tíðum búið að hrekkleysinu, trúmenskunni og
hinum ósérplægna umbótavilja í þessari „bezt innréttuðu
allra hugsanlegra veralda'*. Jinnnie Higgins er „óþekti her-
maðurinn", sem vann stríðið. Til launa er hann gerður að
kryplingi, beittur ægilegustu pyndingum, sviftur færleik
lima sinna og síðan vitinu, breytt í kvikindi, sem skríður á
fjórum og lepur fæðu sína úr dalli. En þessar staðreyndir
hindra náttúrlega ekki, að broddborgararnir skemti sér ár-
lega við að minnast þessa sama hermanns með skrúðgöng-
um, fánum, blómsveigum og hátíðlegum munnsöfnuði.
Enginn gengur ])ess dulinn, hvert erindi Sinclair á með
þessari bók, þótt hann sjaldan eða aldrei taki orðið af at-
burðunum sjálfum. Bókin er skrifuð til að rumska við sljó-
um hugum og svefnugum samvizkum. Og hún mun vinna
sitt trúboðsstarf hvar sem hún er lesin. — Ragnar E. Kvar-
an hefir áður þýtt aðra bók, ágæta, eftir Sinclair: „Smiður
er ég nefndur", sem kom út fyrir nokkrum árum. Það er
vel, að Islendingar fái að kynnast á sínu eigin máli þessum
vestræna eldhuga og spámanni.
Kristmann Gudmundsson: Den blá kyst.
Roman. H. Aschehoug & Co. Oslo, 1931.
1 fyrstu bók Kristmanns á norsku, smásagnasafninu „Is-
landsk kjærlighet", var saga, er hann nefndi „Fátæk börn".
Segir þar frá æfi tveggja einstæðingsbarna, sem alast upp á
sveitinni á bæ einum við norðanverðan Faxaflóa. Sagan var
góð, af frumsmíð að vera, vel sögð og trúlega og bar á sér
blæ persónulegrar reynslu. Fyrri hluti hinnar nýju bókar