Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Side 93
IÐUNN
Bækur.
403.
höf., og nálega helmingur hennar, er endursögn á þessari
sögu, með nýjum nöfnum á persónum og öðrum smávægi-
legum breytingum. Sumum kann að þykja það óviðfeldið,
er rithöfundar taka þannig að endursegja sjálfa sig, en
þess finnast dæmi, að merkir höfundar hafi gert það —
þó helzt, er þeir taka að eldast. Það skal nú sagt Krist-
manni til hróss, að endursögnin fer honum prýðilega úr
hendi. Sagan hefir engu tapað af sinni fyrri angan, heldur
verkar hún á hugann sem ný frásaga. Þetta er tvímælalaust
betri helmingur bókarinnar og með því allra-bezta, sem frá
Kristinanni hefir sést.
Síðari hluti bókarinnar gerist í Reykjavík, en þangað
hafa nú fátæku börnin fluzt. Sá hlutinn er vel læsilegur,
meira að segja skemtilegur á köflum, en stenzt þó engan
veginn samanburð við hina látlausu og innilegu sveitarsögu.
Hér segir höf. frá því, sem drífur á daga söguhetjunnar í
höfuðstaðnum, segir frá smáu og stóru, líku og ólíku, og
gerir það víða skeintilega. En á söguna vantar ris; burð-
arásinn er enginn; alt er tilfallandi handahóf, sem ekki
stefnir að neinu.
Það er ýmislegt vel um þessa bók. Frásagnargáfa Krist-
manns lætur ekki að sér hæða. Yfirleitt finst mér „Bláa
ströndin" vera ein af hugþekkustu bókum þessa höfundar.
En nýjar sýnir opnar hún ekki. Um hugðarefni höf. verð ég
lítils vísari — önnur en hvötina til að skrifa læsilega sögu,
er sómi sér vel á jólaborðum betri borgara. — Jú, einnig
gleðina við að dvelja við liðna daga. Á því leikur ekki
mikill vafi, að í þessari bók er höf. að segja sögu sinnar
eigin æsku, áður en hann eignaðist nýtt föðurland og gerð-
ist frægur. Bókin endar á því, að söguhetjan hristir gróm
Reykjavíkur af fótum sér, stígur á skipsfjöl og heldur í
austurveg að fornum sið. Sennilega ætlar höf. að fylgja
honum yfir hafið og halda áfram sögu hans. —
Kristmann Quðmundsson hleypti heimdraganum ungur og
hefir nú þegar getið sér frægð, sem tæplega myndi hafa
fallið honum; í skaut, hefði hann setið heima á smalaþúf-
unni. Það er full ástæða til að gleðjast yfir frama þeim, er
hann hefir hlotið. Það hefir verið borið á hann mikið lof.
Væntanlega á hann þrek til að bera það án þess að bogna
eða slaka á kröfunum til sjálfs sín. Ég er ekki frá því, að