Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 19
IÐUNN
Leo Tolstoi.
13
Karenin*. Gerðu þær hann heimsfrægan, enda eiga þær
vart sinn líka í öllum heimsbókmentunum. I þeim er
lýst körlum og konum svo hundruðum skiftir, af öllum
stéttum þjóðfélagsins rússneska. Og svo er þeim lýst,
að glöggum lesanda virðist hann þekkja þau öll betur
en flest af því fólki, er hann hefir kynst. Og í sam-
bandi við alla þessa karla og allar þessar konur fær
lesandinn ótrúlega glögga mynd af þjóðfélaginu rúss-
neska, lífi einstaklinga og stétta. Verður hver og einn
að undrast það fádæma ímyndunarafl, þá að því er
virðist óendanlegu mannþekkingu, þann óþrotlega hugs-
anastyrk og það geysilega vinnuþol, er höfundur slíkra
skáldverka hefir haft til að bera. Stíllinn á þessum bók-
um er ekki sprettóttur, ekki þrunginn ofsafjöri eða fá-
dæma listatöfrum. Hann er jafn, þungur, þróttmikill og
voldugur eins og alda, er líður fram á regindjúpu úthafi.
Það er eins um hann og mannlýsingarnar: Höfundur
hefir þar hvergi þurft að nota Ioddarabrögð til þess að
halda athyglinni vakandi. Og um allmargar ókomnar
aldir munu sögurnar >Stríð og friður« og »Anna Kar-
enin« verða lesnar með sömu athygli og þegar þær
komu út — og menn munu fræðast af þeim flestum
bókum betur um mannssálina og undrast það skáldtröll,
er skildi jafn ljóslega hundruð karla og kvenna allra
stétta eins stærsta þjóðfélags heimsins — og lýsti þeim
svo, að hann gerði þau ógleymanleg.
Menn hafa viljað draga glöggar markalínur milli þess-
ara bóka og síðari rita Tolstois. En að öllu leyti er
það ekki rétt. I þeim er að finna vísi þess, er síðar
gerist í sálarlífi Tolstois. Vfirleitt koma glögglega fram
í sögunum lestir yfirstéttanna, sem í hans augum eru
sníkjudýrin í þjóðfélaginu. Aftur á móti dáir hann alþýð-
una, er ber á herðum sér með ótrúlegri þolinmæði og