Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 95
ÍÐUNN
Ur hugarheimum.
89
með sálkönnun sína og segir: Nei, ástin er frumhvötin
> tilverunni, og ef hún skipar æðra rúm í ritum skáld-
anna en í daglegu lífi, þá er það ekki lífið, sem hefir á
réttu að standa, heldur skáldin.
Svo erum vér engu nær. En svo vér snúum oss aftur
að fornsögunum, þá liggur beint við að spyrja á þessa
leið: Ganga sögurnar viljandi fram hjá ástamálunum,
eða var blóðið kaldara í forfeðrum vorum en það er í
oss? í sögunum Iesum vér um virðulega unga menn,
sem keyptu sér konu, með hér um bil sama hætti eins
og vér nú á dögum kaupum hest eða kvígu. En hvernig
var þessum ungu herrum innan brjósts? Með hverskon-
ar tilfinningum gengu þeir til kaupanna? Um það þegir
sagan. Á íslandi er fjöldi skálda þann dag í dag, og af
því getum vér ályktað, að forfeður þeirra hafi þó aukið
kyn sitt. En hvað vitum vér svo meira?
Dálítið getum vér nú lesið á milli línanna. Því þótt
tíðarandinn leyfði ekki að fjölyrt væri um ástalífið sjálft, þá
var hverjum heimilt að dvelja eins lengi og hann lysti
við hatrið og hefndirnar, sem af ástinni leiddi. Með þess-
um óbeina hætti fáum vér ekki svo litla vitneskju af
sögunum. Knúðir af helgum og heitum tilfinningum hjuggu
þessir gömlu íslendingar hvor annan og lögðu hvor
annan í gegn af alveg einstöku kappi og dæmafáum
dugnaði, sem vissulega hefði mátt verja betur. Ástin sjálf
— sú hvötin, sem við heldur lífinu og býður mönnunum
að aukast og margfaldast — varð því engu síður mikil-
virk í þá áttina að hindra að mannfólkinu fjölgaði um
of á sögueynni.
Eins og við er að búast, er það einkum í skáldasög-
unum, að vér lesum og heyrum um vald ástarinnar yfir
hugum mannanna. Skáldin hafa æfinlega verið óeirða-
menn í þeim efnum, og þau voru víst ekki hótinu skárri
í þá daga en þau eru nú. Skáldið var ástríðuríkt og ást-
ajarnt, óákveðið, huglaust og margfalt í roðinu. Það
brast þor til að bindast þeirri, sem það elskaði — en
giftist hún svo öðrum, þá var fjandinn laus. Kormákur
yrkir eldheit ástaljóð til unnustu sinnar, en þegar tæki-
færin bjóðast til annars og meira, lætur hann þilið hlífa