Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 39
IÐUNN
Sálgreining.
33
hvatir sínar, að það kann eigi greinargerð góðs og ills.
Ekki frekar en Adam og Eva, áður en þau átu eplið
forðum.
Skal ág aðeins taka hér einstaka dæmi úr öllum
þeim ósæmilegu kynstrum, sem blessaður læknirinn
verður að hrúga inn í brrnssálina af ódæði — til þess
að reisa máttarstoðirnar undir kenningar sínar.
Eins og ég gat um í upphafi greinarinnar, álitur
dr. Freud, að ásthneigðin sé barninu meðfædd frá upp-
hafi, sé hún altæk kend, er geti orðið svo að segja ein
um hituna og komið í Ijós hjá barninu á fjölmargan
hátt. T. d. hyggur hann — og fullyrdir — að þegar
barnið hvílir við brjóst móðurinnar, þá fyllist það nautn-
kendum, er séu ástræns kyneðlis — þegar barnið smám-
saman uppgötvar sinn eigin líkama og fer að grannskoða
hann með meiri athygli, þá á slíkt að vera fyrir ást-
hneigðar sakir gagnvart sjálfu sér. Sömuleiðis eiga ást-
aratlot foreldranna gagnvart barninu að vekja því altækar
líkamlegar nautnir — frá upphafi! Minnisgóður má
læknirinn vera flestum framar! Ekki að nefna, að hægðir
til baks og kviðar eiga að hafa hin gagntækustu áhrif í
sömu átt!
Og ekki er hér með búið: Þegar barninu vex fiskur
um hrygg, á það að verða likamlega ástfangið í móður
sinni — og á þá um leið að vakna hjá því hatur og
afbrýðissemi gagnvart föðurnum — jafnvel líka bræðrum
sínum, o. s. frv., o. s. frv.
Alt á þetta sér stað hjá barninu, áður en dómgreind
og sjálf þroskast og taka til starfa í sál þess. Er því
auðsætt, að eigi er vanþörf á þessum eiginleikum tii
þess að bæla dýrshneigðirnar. En misjafnlega tekst það.
Og misjafnlega mikið verður einstaklingunum um, eins
og á er vikið hér að framan.
lðunn XIII.
3