Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 22
16 Leo Tolstoi. IÐUNN — og einasta guðsþjónustan og tilgangur lífs hvers og eins var að gera gott. Tolstoi hafði fengið reynslu fyrir því, að hin venjulega góðgerðasemi kemur oftast að skammvinnum og vafasömum notum. Hverjum og einum bar, að dómi Tolstois, að vinna sjálfur fyrir þörfum sínum, en láta það ekki hvíla á herðum annara. En að faka á sig af frjálsum vilja sem allra mest af nauðsyn- legum störfum meðbræðra sinna, var hin eina sanna góðgerðasemi — og þá um leið hin helgasta guðsþjón- usta. Tolstoi sagði, að óbrotnasta, styzta og bezta lífs- reglan væri þessi: Láttu aðra vinna svo lítið fyrir þig, sem framast er unt, og vinn þú svo mikið fyrir aðra, sem þér er mögulegt. Eins og gefur að skilja, fyrirdæmdi nú Tolstoi með öllu líf hinna svonefndu yfirstétta. Iðjuleysi þeirra sá hann, að var undirrót ótal meina. Þeir, sem lítt eða ekki höfðu fyrir stafni af því, er vinna gæti kallast, fundu upp á allskonar þægindum sér til handa og ótal nautnalyfjum, til þess að bæla niður lífsleiðann og geta gleymt því, hve líf þeirra var tilgangslaust. Hin hóflausa eyðsla þeirra hafði svo í för með sér óeðlilega fram- leiðsluþörf, er leiddi af sér undirokun, þrældóm, illi'ndi og blóðsúthellingar. ... En Tolstoi fyrirdæmdi ekki að eins líf yfirstéttanna. Hann sakfeldi alla menningu vorra tíma, þar eð hann taldi hana miðaða við þarfir og þæg- indi iðjuleysingjanna, hóglífismannanna, sníkjudýranna. Vísindin stefndu að því að gefa mönnum kost sífelt aukinna lífsnautna, að auknum stéttamismun, aukinni undirokun og auknu óréttlæti. Listirnar voru flestar að hans dómi þrælar hinna nautnasjúku og lífsleiðu, og taldi hann þær því að eins eiga rétt á sér, að þær störfuðu beinlínis í þágu aukins siðferðisþroska og heil- brigðara lífs. Þjóðskipulagið taldi hann svo rotið, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.