Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 66
60
Menning, sem deyr?
ÍDUNN
ar, sem brýzt fram í lifandi skáldskap (Homer, Shake-
speare, Goethe), fögrum listum (myndlist Forn-Grikkja)
og dýrðlegum byggingum (dómkirkjur miðaldanna).
Smám saman breytist þetta. Hinn innri eldur kulnar,
sköpunarmátturinn fer þverrandi. En innri tómleika fvlgir
aukin háreysti og allskonar umstang. Verklegar fram-
kvæmdir færast í aukana, útþenslan eykst; andinn dofn-
ar, en vitsmunirnir þroskast því meira; sálin legst í dvala,
en heilaorkan vex því hraðar. I stað gróandi lífs koma
hamramar vélar, í stað trúarlífs koma raunvísindi. Vit-
hyggjan og vélgengið ráða lögum og lofum. Trúin, sem
áður var skapandi afl — slagæðin í tilverunni, verður
nú að úrlausnarefni, að iYÚvísindum, sem lærðir menn
»disputera« um. Siðgæðið, sem áður var eðlislögmál, er
menn fylgdu sjálfkrafa, verður að sfoakenningum og
rökræðuefnum. Alt það, sem áður var sjálfsagt og eðlis-
bundið, verður að ráðgátum og úrlausnarefnum.
Þannig lýsir Spengler hvörfunum milli grómenningar
og sýndarmenningar. Og hann rekur slóðina gegnum
ýms menningarskeið á ýmsum tímum og sýnir fram á,
hvernig sagan endurtekur sig, hvernig þau öll eru sömu
lögum háð. Einkum dvelur hann við grísk-rómversku
menninguna, sem er nútíðarmenningunni næst í tíma og
rúmi. Hann finnur þar fjölmargar hliðstæður. Aðeins
örfá dæmi skulu nefnd.
Hvörfin milli grótíðar og hnignunar finnum við í forn-
menningunni á fimtu og fjórðu öld f. Kr., í vestrænu
menningunni á átjándu og nítjándu öld e. Kr. Sokrates,
Aristofanes og Isokrates annars vegar og Voltaire,
Rousseau og Mirabeau hins vegar eru »samtíðarmenn«.
Platon og Aristoteles standa á samskonar tímamótum
og Goethe og Kant. Alexander mikli og Napoleon eru
samtíðarmenn í sama skilningi. Báðir þeir síðastnefndu