Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 15
IÐUNN
Leo Tolstoi.
9
hernaðar- og valdabrasksmenningin hafði leitt út á glap-
stigu. Þótt Tolstoi væri hinn vaskasti hermaður, hafði
hann fengið hina mestu óbeit á hernaðaræðinu, og tók
hann nú að yrkja byltingakend kvæði í þjóðvísnastíl og
undir þjóðlögum. Hermennirnir lærðu kvæðin, og sungu
þau svo að segja allir óbrotnir hermenn og óæðri for-
ingjar. En með kvæðunum skaut Tolstoi loku fyrir það,
að honum yrði veittur frami í hernum. Bætti hann og
gráu ofan á svart, reit meðal annars »Minningar frá
Sebastopol«, en þar sýnir hann ófriðinn í allri sinni
andstygð, og er talið, að fá rit hafi svo mjög sem þessar
»Minningar« Tolstois orðið til þess að firra styrjaldir
og hermensku lygaglitinu.
... Tolstoi var í Suður-Rússlandi árin 1851—54. Svo
dvaldi hann allmörg ár í Leningrad. Hann var nú orð-
inn frægt skáld, og auk þess hafði hann fengið mikið
orð á sig fyrir hreysti í Krímstyrjöldinni. Voru honum
allar dyr opnar, jafnt hjá bókmentamönnum sem hjá
auðmönnum og aðli. Hann kyntist þeim stórskáldunum
Dostojevski og Turgenjev. Varð Turgenjev góður vinur
hans, og voru þeir allmikið saman. Dáðist Turgenjev
að gáfum Tolstois, ímyndunarafli hans og skarpskygni.
Eitt sinn gengu þeir fram hjá gömlum og stirðum hesti.
Fór Tolstoi að láta vel að klárnum og gera honum
upp orð. En alt í einu sagði Turgenjev:
— Leo Nikulásson! Það er ég alveg viss um, að
einn af forfeðrum þínum hefir verið hestur!
Sýnir þetta, hve vel Turgenjev þótti Tolstoi takast
að gera klárnum upp orðin.
Arin, sem Tolstoi dvaldi í Leningrad, kyntist hann
mikið vísindum og heimspeki Vesturlanda. Rann honum
nú enn meira til rifja en áður, hve rússnesku bændurnir
voru fáfróðir og undirokaðir. Vaknaði hjá honum á