Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 37
IÐUNN
Sálgreining.
31
Til slíkra sálrænna starfa telur dr. Freud t. d. bæling
ósæmilegra hneigða, sem venjulegast á sér stað, án þess
maðurinn sé sér þess meðvitandi.
Ennfremur leiðir af þessari hugmynd dr. Freud, að
sjálfið er í raun réttri milli tveggja elda. Öðrum megin
er umhverfið og siðgæðiskröfur þjóðfélagsins. Hinum
megin er hið vitundarsneydda það, með sínar blindu
kröfur. Og enn bætir Freud nú þriðja þættinum við,
sem geri eigi hvað minstar kröfur til sjálfsins. Er þáttur
sá unninn úr eftirstöðvum í forvitundinni af skipunum
þeim og siðgæðiskröfum, er foreldrar og forráðamenn
beittu barnið í uppvextinum. Verður úr þessum þættin-
um einskonar yfirsjálf eða hugsjónasjálf, sem krefst
þægingar af persónunni, eigi síður en það og siðgæðis-
kröfur þjóðfélagsins.
Þetta sjálf, sem uppeldið hefir skapað, getur verið á
ýmsan hátt. Hafi uppeldið verið viturlegt og í samræmi
við eðlilegar hneigðir, samræmist það persónunni og
verður henni stoð og styrkur. En ef um óviturlegt upp-
eldi er að ræða, getur yfirsjálf það, er þannig skapast,
leitt til margvíslegs hugarvíls og jafnvel orðið undirrót
og uppspretta margvíslegra sjúkdóma. Og færir dr. Freud
fjölmörg dæmi þessu til sönnunar úr lífsreynslu sinni. —
Eins og gefur að skilja, er það einkum og sérílagi
Vfirsjálfið, sem leitast við að bæla niður ósæmilegar
hneigðir og hugðir, ef þær hafa orðið forvitundinni of-
jarl og komist framhjá dómgreindinni, klæddar í ýmis-
leg dulgerfi. Og baráttan milli yfirsjálfsins og hinna dul-
klæddu hneigða er einmitt einn af aðalþáttunum í líf-
störfum sálarsjúkra manna, að áliti dr. Freud. Dóm-
greindin og yfirsjálfið þroskast eðlilega löngu seinna
en hinn óskynja sálheimur arfgengra hvata og hneigða.